Ungt fólk getur tryggt Kerry sigur 22. október 2004 00:01 Ungir kjósendur geta tryggt John Kerry sigur í bandarísku forsetakosningunum ef þeir mæta á kjörstað í meira mæli en hingað til. Þeir eru mun hlynntari Kerry en George W. Bush Bandaríkjaforseta samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Því er spáð að ungir kjósendur verði allt að tveimur milljónum fleiri en fyrir fjóurm árum og því talið að þeir geti ráðið úrslitum. Kerry hefur nær tuttugu prósentustiga forskot á Bush meðal kjósenda undir þrítugu samkvæmt nýrri könnun ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Samkvæmt henni fengi Kerry 57 prósent atkvæða en Bush 39 prósent. Munurinn er minni í annarri nýlegri könnun, frá Harvard University Institute of Politics, en samt verulegur, samkvæmt henni styðja 52 prósent Kerry en 39 prósent Bush. Stuðningsmenn flokkanna og ýmis samtök hafa lagt mikla áherslu á það fyrir kosningarnar að fá ungt fólk til að skrá sig á kjörskrá og kjósa. Þetta ýtir undir kosningaáhuga ungs fólks en ekki síður það hversu mjótt var á mununum fyrir fjórum árum. "Ég held það hafi verið gott fyrir þjóðina, það sýndi fram á að hvert atkvæði skiptir máli," sagði háskólaneminn Max Miller við CNN og sagðist telja að deilurnar um síðustu forsetakosningar og harðar deilur um málefni nú geri það að verkum að fleira ungt fólk kjósi en ella. Eitt er vert að hafa í huga. Frá því kosningaaldurinn var lækkaður í átján ár á tímum Víetnamstríðsins hefur sá frambjóðandi alltaf fengið fleiri atkvæði á landsvísu sem hefur notið mest stuðnings ungra kjósenda í skoðanakönnun. Það dugði þó ekki til fyrir fjórum árum þegar Al Gore fékk fleiri atkvæði en Bush en færri kjörmenn. Stuðningur ungra kjósenda við Kerry nú getur ráðið úrslitum, einkum vegna þess að í ríkjum eins og Ohio, Pennsylvaníu og Flórída er svo naumt á munum að mikið fylgi meðal yngri kjósenda getur skipt sköpum og tryggt Kerry fleiri kjörmenn en Bush. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Ungir kjósendur geta tryggt John Kerry sigur í bandarísku forsetakosningunum ef þeir mæta á kjörstað í meira mæli en hingað til. Þeir eru mun hlynntari Kerry en George W. Bush Bandaríkjaforseta samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Því er spáð að ungir kjósendur verði allt að tveimur milljónum fleiri en fyrir fjóurm árum og því talið að þeir geti ráðið úrslitum. Kerry hefur nær tuttugu prósentustiga forskot á Bush meðal kjósenda undir þrítugu samkvæmt nýrri könnun ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Samkvæmt henni fengi Kerry 57 prósent atkvæða en Bush 39 prósent. Munurinn er minni í annarri nýlegri könnun, frá Harvard University Institute of Politics, en samt verulegur, samkvæmt henni styðja 52 prósent Kerry en 39 prósent Bush. Stuðningsmenn flokkanna og ýmis samtök hafa lagt mikla áherslu á það fyrir kosningarnar að fá ungt fólk til að skrá sig á kjörskrá og kjósa. Þetta ýtir undir kosningaáhuga ungs fólks en ekki síður það hversu mjótt var á mununum fyrir fjórum árum. "Ég held það hafi verið gott fyrir þjóðina, það sýndi fram á að hvert atkvæði skiptir máli," sagði háskólaneminn Max Miller við CNN og sagðist telja að deilurnar um síðustu forsetakosningar og harðar deilur um málefni nú geri það að verkum að fleira ungt fólk kjósi en ella. Eitt er vert að hafa í huga. Frá því kosningaaldurinn var lækkaður í átján ár á tímum Víetnamstríðsins hefur sá frambjóðandi alltaf fengið fleiri atkvæði á landsvísu sem hefur notið mest stuðnings ungra kjósenda í skoðanakönnun. Það dugði þó ekki til fyrir fjórum árum þegar Al Gore fékk fleiri atkvæði en Bush en færri kjörmenn. Stuðningur ungra kjósenda við Kerry nú getur ráðið úrslitum, einkum vegna þess að í ríkjum eins og Ohio, Pennsylvaníu og Flórída er svo naumt á munum að mikið fylgi meðal yngri kjósenda getur skipt sköpum og tryggt Kerry fleiri kjörmenn en Bush.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira