Innlent

Skilur ekki ummæli ráðherra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Samtaka sveitarfélaga, segist ekki skilja ummæli menntamálaráðherra í gær en þá sagði hún að skoða mætti hvort ríkið ætti að taka aftur við rekstri grunnskólanna.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í samtali við hóp kennara í gær að ef vil vill mætti skoða hvort ríkið ætti að taka aftur við rekstri grunnskólanna. Sveitarstjórnarmönnum er ekki skemmt og þetta segir Vilhjálmur að samtökin hljóti að spyrja út í. Hann kveðst ekki skilja ummælin né átta sig á hvert ráðherrann sé að fara með þeim. Vilhjálmi finnst fráleitt að ríkið taki aftur við grunnskólunum og efast um að það sé ofarlega í huga menntamálaráðherra. Hann segir það misskilning að kennarar nái betri samningum undir stjórn ríkisins, enda sýni reynslan það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×