Samkomulag þarf um gerðardóm 24. október 2004 00:01 Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna funda með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra klukkan tíu fyrir hádegi. Ráðherra verða kynnt sjónarmið deilenda og farið verður yfir stöðuna. Óvíst er hvort ræddar verði hugmyndir um að vísa deilunni í gerðardóm. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnudeilum, telur gerðardóm koma til greina. "En niðurstaða dómsins færi náttúrlega eftir því uppleggi sem hann fengi," sagði hún og benti um leið á þann möguleika að ríkissáttasemjari legði fram miðlunartillögu. "Slík tillaga yrði þá lögð undir alla félagsmenn, ekki bara samninganefndina. Ég hef hins vegar ekki heyrt neinn nefna miðlunartillögu í þessu sambandi, en það er vafalaust vegna þess að sáttasemjari telur það alveg vonlaust." Lára taldi ólíklegt að lög yrðu sett á verkfallið, bæði hefði þjóðin fengið ofanígjafir frá Alþjóðavinnumálastofnuninni fyrir slík afskipti og slík afgreiðsla gæti orðið tímafrek í þinginu. "En ef menn eru í alvöru að hugsa um einhverja kjaradómsleið sýndist manni að þeir ættu að reyna að setjast yfir að velta fyrir sér forsendum." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hugmyndir um gerðardóm ekki hafa verið ræddar í hópi kennara. Hann vill ekki útiloka þá leið en bendir á að huga þurfi að mörgu. "Til dæmis hvort dómurinn á að taka á öllum pakkanum eða bara launaliðnum. Forsendurnar sem dómnum yrði gert að starfa eftir liggja ekki fyrir," segir hann. Samninganefnd kennara fundar klukkan eitt, en að sögn Eiríks hafði verið boðað til þess fundar áður en forsætisráðherra boðaði deilendur til sín. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, sagðist ekki hafa miklar væntingar til fundarins með forsætisráðherra og taldi hann frekar til upplýsingar fyrir ráðherra. Þá átti hann ekki sérstaklega von á að gerðardómsleiðina bæri á góma. "Mér sýnist sú umræða meira í fjölmiðlum," segir hann, en leiðin hefur ekki verið rædd á vettvangi sveitarfélaganna. "Sjálfur hefði ég ekki haldið að þetta væri fær leið. Oftar en ekki þýðir gerðardómsleið að að minnsta kosti annar deilenda er óánægður, ef ekki báðir," segir hann og telur að ekki yrði síður flókið að ná saman um forskrift til kjaradóms en um forsendur kjarasamnings. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna funda með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra klukkan tíu fyrir hádegi. Ráðherra verða kynnt sjónarmið deilenda og farið verður yfir stöðuna. Óvíst er hvort ræddar verði hugmyndir um að vísa deilunni í gerðardóm. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnudeilum, telur gerðardóm koma til greina. "En niðurstaða dómsins færi náttúrlega eftir því uppleggi sem hann fengi," sagði hún og benti um leið á þann möguleika að ríkissáttasemjari legði fram miðlunartillögu. "Slík tillaga yrði þá lögð undir alla félagsmenn, ekki bara samninganefndina. Ég hef hins vegar ekki heyrt neinn nefna miðlunartillögu í þessu sambandi, en það er vafalaust vegna þess að sáttasemjari telur það alveg vonlaust." Lára taldi ólíklegt að lög yrðu sett á verkfallið, bæði hefði þjóðin fengið ofanígjafir frá Alþjóðavinnumálastofnuninni fyrir slík afskipti og slík afgreiðsla gæti orðið tímafrek í þinginu. "En ef menn eru í alvöru að hugsa um einhverja kjaradómsleið sýndist manni að þeir ættu að reyna að setjast yfir að velta fyrir sér forsendum." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hugmyndir um gerðardóm ekki hafa verið ræddar í hópi kennara. Hann vill ekki útiloka þá leið en bendir á að huga þurfi að mörgu. "Til dæmis hvort dómurinn á að taka á öllum pakkanum eða bara launaliðnum. Forsendurnar sem dómnum yrði gert að starfa eftir liggja ekki fyrir," segir hann. Samninganefnd kennara fundar klukkan eitt, en að sögn Eiríks hafði verið boðað til þess fundar áður en forsætisráðherra boðaði deilendur til sín. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, sagðist ekki hafa miklar væntingar til fundarins með forsætisráðherra og taldi hann frekar til upplýsingar fyrir ráðherra. Þá átti hann ekki sérstaklega von á að gerðardómsleiðina bæri á góma. "Mér sýnist sú umræða meira í fjölmiðlum," segir hann, en leiðin hefur ekki verið rædd á vettvangi sveitarfélaganna. "Sjálfur hefði ég ekki haldið að þetta væri fær leið. Oftar en ekki þýðir gerðardómsleið að að minnsta kosti annar deilenda er óánægður, ef ekki báðir," segir hann og telur að ekki yrði síður flókið að ná saman um forskrift til kjaradóms en um forsendur kjarasamnings.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira