Fyrsta háhýsi Austurlands 25. október 2004 00:01 "Ég tryggði mér strax íbúð á efstu hæðinni," segir Auður Anna Ingólfsdóttir hótelstjóri sem keypti fyrstu íbúðina í fyrsta eiginlega háhýsinu á Austurlandi er stendur við Kelduskóga á Egilsstöðum. Kaupin voru gerð í janúar árið 2003 og "þá var ekki einu sinni komin hola," eins og Auður orðar það. Húsið er sjö hæðir og var formlega tekið í notkun nýlega er Malarvinnslan hf. afhenti nýjum eigendum tvær fyrstu íbúðirnar. Samtals er þar 21 íbúð, eða þrjár á hverri hæð. Þær eru af tveimur stærðum og auk þess eru sérgeymslur fyrir hverja íbúð í kjallara hússins og sameiginlegar geymslur. Íbúð Auðar er 90 fermetrar að stærð og hún verður tilbúin eftir tvær vikur eða svo. "Ég var að láta breyta nokkrum atriðum eftir mínu höfði og þessvegna dregst þetta aðeins," segir Auður sallaróleg og finnst ekkert liggja á þótt hún hlakki til að flytja inn. Hún kveðst hafa búið á Héraði í sex ár en hafa alist upp í Reykjavík. "Mér finnst forréttindi að búa hér og langar ekki til Reykjavíkur aftur," segir hún afdráttarlaust. Hún segir nýja háhýsið standa á fallegum stað, rétt við aðal útivistasvæði Egilsstaðabúa, Selskóga. "Svo er þetta hæfilega langt frá miðbænum og ekkert mál að hlaupa í kaupfélagið," segir Auður. Hún kveðst fagna því að verða í viðhaldsfríu húsnæði og ekki spilli að hafa útsýni yfir hið rómaða Fljótsdalshérað, allt til Snæfells. Fasteigna- og skipasala Austurlands hefur sölu íbúða í húsinu með höndum og þegar hefur ríflega þriðjungur þeirra verið seldur. Þær verða afhentar eigendum sínum á næstu vikum.Blokkin við Kelduskóga á Egilsstöðum trónir hátt yfir aðrar byggingar í hverfinu. Hús og heimili Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
"Ég tryggði mér strax íbúð á efstu hæðinni," segir Auður Anna Ingólfsdóttir hótelstjóri sem keypti fyrstu íbúðina í fyrsta eiginlega háhýsinu á Austurlandi er stendur við Kelduskóga á Egilsstöðum. Kaupin voru gerð í janúar árið 2003 og "þá var ekki einu sinni komin hola," eins og Auður orðar það. Húsið er sjö hæðir og var formlega tekið í notkun nýlega er Malarvinnslan hf. afhenti nýjum eigendum tvær fyrstu íbúðirnar. Samtals er þar 21 íbúð, eða þrjár á hverri hæð. Þær eru af tveimur stærðum og auk þess eru sérgeymslur fyrir hverja íbúð í kjallara hússins og sameiginlegar geymslur. Íbúð Auðar er 90 fermetrar að stærð og hún verður tilbúin eftir tvær vikur eða svo. "Ég var að láta breyta nokkrum atriðum eftir mínu höfði og þessvegna dregst þetta aðeins," segir Auður sallaróleg og finnst ekkert liggja á þótt hún hlakki til að flytja inn. Hún kveðst hafa búið á Héraði í sex ár en hafa alist upp í Reykjavík. "Mér finnst forréttindi að búa hér og langar ekki til Reykjavíkur aftur," segir hún afdráttarlaust. Hún segir nýja háhýsið standa á fallegum stað, rétt við aðal útivistasvæði Egilsstaðabúa, Selskóga. "Svo er þetta hæfilega langt frá miðbænum og ekkert mál að hlaupa í kaupfélagið," segir Auður. Hún kveðst fagna því að verða í viðhaldsfríu húsnæði og ekki spilli að hafa útsýni yfir hið rómaða Fljótsdalshérað, allt til Snæfells. Fasteigna- og skipasala Austurlands hefur sölu íbúða í húsinu með höndum og þegar hefur ríflega þriðjungur þeirra verið seldur. Þær verða afhentar eigendum sínum á næstu vikum.Blokkin við Kelduskóga á Egilsstöðum trónir hátt yfir aðrar byggingar í hverfinu.
Hús og heimili Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira