Innlent

500 manns mótmæltu á Austurvelli

Töluverður mannfjöldi, eða um fimm hundruð manns að mati lögreglu, kom saman á fimmta tímanum á Austurvelli þar sem samtökin Heimili og skóli mótmæltu verkfalli grunnskólakennara. Bæði komu þar fullorðnir og börn. Blöðrur og bók voru hengd á styttuna af Jóni Sigurðssyni og flutt voru ávörp og söngur, sem og ljóð lesin upp. Að hálftíma liðnum var haldið að Reykjavíkurtjörn þar sem fleyta átti kertum í mótmælaskyni við verkfallið en þar sem Tjörnin er ísilögð núna voru kertin lögð á ísinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×