Innlent

Sorpflutningur spennandi kostur

Frá hugmyndum þessa efnis var greint í blaðinu í gær og jafnframt að sveitarstjórn Ölfuss væri jákvæð gagnvart þeim. "Við á höfuðborgarsvæðinu verðum að líta til framtíðar," sagði Alfreð. "Urðunarsvæðið í Álfsnesi dugar ekki nema til 2014. Stjórn Sorpu er farin að líta til annarra átta. Við erum í ákveðnu samstarfi í gegnum Orkuveituna við sveitarfélögin fyrir austan fjall. Eðlilega ræðum við ýmis skyld mál, þar á meðal sorpförgunarmál. Það hefur verið rætt í stjórn Sorpu að við tökum þátt í rannsóknum á svæðinu fyrir vestan Þorlákshöfn. Ákvörðun hefur þó ekki verið tekin um slíka þátttöku, en við munum væntanlega vera með." Alfreð sagði að hugmyndir um flutning höfuðborgarsorpsins austur fyrir fjall hefðu verið ræddar í stjórn Sorpu og að menn hefðu verið mjög jákvæðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×