Innlent

Niðurstaðan í marga staði gölluð

"Það eru lagaleg atriði í ákvörðun ráðsins sem þarfnast útskýringa og svo teljum við sönnunarkröfur engan veginn uppfylltar," segir Hörður Felix Harðarson, lögmaður Skeljungs. "Við töldum að ekki hefði verið gætt að andmælarétti og auk þess séu meint brot orðin fyrnd. Á þetta var hins vegar ekki fallist." Þá segir Hörður ekki forsendur til að tengja sektir við veltu eins og samkeppnisráð geri. Hann segir að ákvörðinunni verði skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála innan fjögurra vikna. En þá hefur nefndin sex vikur til að ljúka málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×