Innbyggt vantraust 29. október 2004 00:01 Ein helsta ástæðan fyrir því hversu illa Bandaríkjamönnum hefur gengið að koma upp kosningakerfi sem virkar er sterk viðleitni ríkis- og sveitarstjórna á hverjum stað til að ráða sjálf sínum málum, segir Michael T. Corgan, prófessor í flotafræðum og stjórnmálafræði við háskólann í Boston í Massachusetts. Ófullnægjandi framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum komst í hámæli í Flórída fyrir fjórum árum en nokkur atvik hafa þegar komið upp nú sem gefa til kynna að enn sé langt í land áður en hægt verður að fullyrða að framkvæmdin sé fullnægjandi. "Þó við eigum að baki langa sögu lýðræðis er saga stjórnar heimamanna á stjórnmálakerfinu jafn löng. Það er ástæðan fyrir því að hvert kjördæmi er með sínar eigin aðferðir til atkvæðagreiðslu," segir Corgan og tekur fram að hluti af ástæðunni fyrir því að kerfin virðist oft úrelt eða ófullnægjandi sé kostnaður. Það hafi líka sitt að segja að frá því vélrænn kosningabúnaður var tekinn upp hafi sjaldan verið jafn mjótt á munum og í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Fram að því hafi kerfið virst nógu gott. "Í bandarískri stjórnmálamenningu er innbyggt vantraust á miðstýrðu valdi sem veldur því að kosningastjórnir á hverjum stað taka því illa að utanaðkomandi einstaklingar og stofnanir segi þeim fyrir verkum. Þegar við bætist að undanfarið hafa forsetaframbjóðendur barið á innanbúðarmönnum í Washington eru margir sterkir þættir sem ráða því að málum er stjórnað á heimavelli, hversu illa sem það gengur," segir Corgan. Corgan bendir einnig á að nýrri tækni fylgi vandamál. Þannig geti rafræn kosningakerfi verið viðkvæm fyrir tölvuþrjótum og ekki bætir úr sök að ekki er hægt að endurtelja atkvæði ef mjótt er á munum. "Eins og sumir segja jafnast það að prenta gögnin út á nýjan leik ekki á við það að telja á nýjan leik," segir Corgan og bætir við. "Að auki var einu fyrirtækjanna sem reyna að selja nýjan, þróaðan rafrænan kosningabúnað þar til nýlega stjórnað af manni sem sagði að hans markmið væri að tryggja Bush forseta sigur í Ohio. Þú getur ímyndað þér að demókratar tortryggðu þennan búnað." Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Ein helsta ástæðan fyrir því hversu illa Bandaríkjamönnum hefur gengið að koma upp kosningakerfi sem virkar er sterk viðleitni ríkis- og sveitarstjórna á hverjum stað til að ráða sjálf sínum málum, segir Michael T. Corgan, prófessor í flotafræðum og stjórnmálafræði við háskólann í Boston í Massachusetts. Ófullnægjandi framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum komst í hámæli í Flórída fyrir fjórum árum en nokkur atvik hafa þegar komið upp nú sem gefa til kynna að enn sé langt í land áður en hægt verður að fullyrða að framkvæmdin sé fullnægjandi. "Þó við eigum að baki langa sögu lýðræðis er saga stjórnar heimamanna á stjórnmálakerfinu jafn löng. Það er ástæðan fyrir því að hvert kjördæmi er með sínar eigin aðferðir til atkvæðagreiðslu," segir Corgan og tekur fram að hluti af ástæðunni fyrir því að kerfin virðist oft úrelt eða ófullnægjandi sé kostnaður. Það hafi líka sitt að segja að frá því vélrænn kosningabúnaður var tekinn upp hafi sjaldan verið jafn mjótt á munum og í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Fram að því hafi kerfið virst nógu gott. "Í bandarískri stjórnmálamenningu er innbyggt vantraust á miðstýrðu valdi sem veldur því að kosningastjórnir á hverjum stað taka því illa að utanaðkomandi einstaklingar og stofnanir segi þeim fyrir verkum. Þegar við bætist að undanfarið hafa forsetaframbjóðendur barið á innanbúðarmönnum í Washington eru margir sterkir þættir sem ráða því að málum er stjórnað á heimavelli, hversu illa sem það gengur," segir Corgan. Corgan bendir einnig á að nýrri tækni fylgi vandamál. Þannig geti rafræn kosningakerfi verið viðkvæm fyrir tölvuþrjótum og ekki bætir úr sök að ekki er hægt að endurtelja atkvæði ef mjótt er á munum. "Eins og sumir segja jafnast það að prenta gögnin út á nýjan leik ekki á við það að telja á nýjan leik," segir Corgan og bætir við. "Að auki var einu fyrirtækjanna sem reyna að selja nýjan, þróaðan rafrænan kosningabúnað þar til nýlega stjórnað af manni sem sagði að hans markmið væri að tryggja Bush forseta sigur í Ohio. Þú getur ímyndað þér að demókratar tortryggðu þennan búnað."
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira