Gæti vart verið jafnara 31. október 2004 00:01 Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. Óvíst er hvort og þá hvaða áhrif nýtt myndband með hryðjuverkaforingjanum Osama bin Laden hefur á hug kjósenda. Hingað til hafa kannanir sýnt að Bandaríkjamenn treysta forseta sínum, George W. Bush, betur en demókratanum John Kerry til að stýra baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Kerry reyndi að vinna gegn því með því að ítreka fyrri orð sín um að Bush hefði klúðrað málum þegar bin Laden slapp úr herkví í Afganistan. Sérfræðingar sem sjónvarpsstöðin CBS ræddi við töldu ólíklegt að myndbandið frá bin Laden hefði mikil áhrif á kosningarnar. Ef það hefði einhver áhrif væru meiri líkur á því að myndbandið hjálpaði Bush en Kerry. Washington Post ræddi við tugi kjósenda og komst að þeirri niðurstöðu að ef eitthvað var herti myndbandið fólk í þeirri afstöðu sem það hafði þegar tekið en varð ekki til að breyta henni. Bæði Kerry og Bush voru á ferð og flugi í kosningabaráttunni í gær til að reyna að sannfæra kjósendur á lokasprettinum. Almennt er talið að baráttan standi um sigur í um það bil tíu ríkjum þar sem úrslitin eru óráðin, annars staðar sé annar hvor frambjóðandinn þegar búinn að tryggja sér sigur. Nýjustu kannanir:KönnunBushKerryBirtFox46%46%31.10TIPP48%43%31.10Zogby48%48%31.10ARG48%48%31.10ABC48%48%31.10 Kjörmannaskipting:MiðillBushKerryÓvístMSNBC22723279LA Times168153217New York Times22722586Washington Post22723279 Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. Óvíst er hvort og þá hvaða áhrif nýtt myndband með hryðjuverkaforingjanum Osama bin Laden hefur á hug kjósenda. Hingað til hafa kannanir sýnt að Bandaríkjamenn treysta forseta sínum, George W. Bush, betur en demókratanum John Kerry til að stýra baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Kerry reyndi að vinna gegn því með því að ítreka fyrri orð sín um að Bush hefði klúðrað málum þegar bin Laden slapp úr herkví í Afganistan. Sérfræðingar sem sjónvarpsstöðin CBS ræddi við töldu ólíklegt að myndbandið frá bin Laden hefði mikil áhrif á kosningarnar. Ef það hefði einhver áhrif væru meiri líkur á því að myndbandið hjálpaði Bush en Kerry. Washington Post ræddi við tugi kjósenda og komst að þeirri niðurstöðu að ef eitthvað var herti myndbandið fólk í þeirri afstöðu sem það hafði þegar tekið en varð ekki til að breyta henni. Bæði Kerry og Bush voru á ferð og flugi í kosningabaráttunni í gær til að reyna að sannfæra kjósendur á lokasprettinum. Almennt er talið að baráttan standi um sigur í um það bil tíu ríkjum þar sem úrslitin eru óráðin, annars staðar sé annar hvor frambjóðandinn þegar búinn að tryggja sér sigur. Nýjustu kannanir:KönnunBushKerryBirtFox46%46%31.10TIPP48%43%31.10Zogby48%48%31.10ARG48%48%31.10ABC48%48%31.10 Kjörmannaskipting:MiðillBushKerryÓvístMSNBC22723279LA Times168153217New York Times22722586Washington Post22723279
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira