Innlent

Ánægður með ákvörðun nefndarinnar

Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist ánægður með að ákveðið hafi verið að greiða kennurum í Reykjavík laun fyrir nóvembermánuð. Hann segir að í sínum huga hafi allan tímann verið um mistök að ræða sem nú hafi verið leiðrétt. Eiríkur segist búast við því að hið sama verði nú uppi á teningnum um allt land, það er að kennurum verði greidd laun fyrir nóvembermánuð. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir að fastlega megi gera ráð fyrir því að kennarar utan Reykjavíkur fái líka greidd full föst laun fyrir nóvembermánuð samkvæmt gamla kjarasamningnum. Því muni brotthvarf kennara úr skólum, eins og það sem átti sér stað í Valhúsaskóla í morgun, ekki eiga sér stað í fleiri skólum. Undir það sjónarmið tekur Eiríkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×