Olíufélög leiti sátt við útgerðir 1. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin eiga að hafa frumkvæði að því að taka upp viðræður við útgerðirnar um það hvernig hægt er að bæta fyrir það tjón sem útgerðirnar urðu fyrir vegna meints samráðs olíufélaganna. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Friðrik segir að LÍÚ sé þessa dagana að skoða málið í heild lagalega meðal annars með hugsanlegan skaðabótarétt útgerða í huga. Hann segir að nokkur útgerðarfyrirtæki séu þegar byrjuð að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum með bótakröfu í huga. Hann segir ekki ljóst hvað olíufélögin hafi haft mikið af útgerðinni en það sé hans mat að olíufélögin eigi nú að hafa frumkvæði að viðræðum. Þau eigi að fara yfir málin með einstökum útgerðarfyrirtækjum og reyna að bæta fyrir tjónið sem þau ollu. Eitt dæmi um meint samráð olíufélaganna snertir kaup íslenskra fiskiskipa á olíu í Færeyjum árið 2001. Vegna hás olíuverðs á Íslandi byrjuðu íslensk útgerðarfyrirtæki að kaupa olíu í Færeyjum árið 1998 í ríkari mæli en þau höfðu gert. Landssamband íslenskra útvegsmanna gagnrýndi mikinn verðmun milli Íslands og Færeyja harðlega. Í skýrslu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi kunnað þessari gagnrýni afar illa. Í kjölfarið hafi þau beitt sér fyrir því að olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum yrði hækkað svo að þrýstingur á að olíuverð á Íslandi lækkaði myndi minnka. Beindust aðgerðir íslensku olíufélaganna gegn Statoil og Shell í Færeyjum. Í október árð 2001 höfðu íslensku olíufélögin í hótunum við Statoil um að hætta olíuviðskiptum við það ef það beitti sér ekki fyrir verðhækkun á olíu til íslenskra fiskiskipa í Færeyjum. Í kjölfarið féllst Statoil á að hækka verðið í Færeyjum. "Mér finnst sorglegt hvað þessir annars ágætu menn virðast hafa leiðst út í," segir Friðrik. "Eins og þetta lítur út þá er þetta miklu verra heldur en nokkurn hefði grunað. Það sem mér finnst koma fram í þessu er algjört virðingarleysi fyrir viðskiptavininum." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Olíufélögin eiga að hafa frumkvæði að því að taka upp viðræður við útgerðirnar um það hvernig hægt er að bæta fyrir það tjón sem útgerðirnar urðu fyrir vegna meints samráðs olíufélaganna. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Friðrik segir að LÍÚ sé þessa dagana að skoða málið í heild lagalega meðal annars með hugsanlegan skaðabótarétt útgerða í huga. Hann segir að nokkur útgerðarfyrirtæki séu þegar byrjuð að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum með bótakröfu í huga. Hann segir ekki ljóst hvað olíufélögin hafi haft mikið af útgerðinni en það sé hans mat að olíufélögin eigi nú að hafa frumkvæði að viðræðum. Þau eigi að fara yfir málin með einstökum útgerðarfyrirtækjum og reyna að bæta fyrir tjónið sem þau ollu. Eitt dæmi um meint samráð olíufélaganna snertir kaup íslenskra fiskiskipa á olíu í Færeyjum árið 2001. Vegna hás olíuverðs á Íslandi byrjuðu íslensk útgerðarfyrirtæki að kaupa olíu í Færeyjum árið 1998 í ríkari mæli en þau höfðu gert. Landssamband íslenskra útvegsmanna gagnrýndi mikinn verðmun milli Íslands og Færeyja harðlega. Í skýrslu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi kunnað þessari gagnrýni afar illa. Í kjölfarið hafi þau beitt sér fyrir því að olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum yrði hækkað svo að þrýstingur á að olíuverð á Íslandi lækkaði myndi minnka. Beindust aðgerðir íslensku olíufélaganna gegn Statoil og Shell í Færeyjum. Í október árð 2001 höfðu íslensku olíufélögin í hótunum við Statoil um að hætta olíuviðskiptum við það ef það beitti sér ekki fyrir verðhækkun á olíu til íslenskra fiskiskipa í Færeyjum. Í kjölfarið féllst Statoil á að hækka verðið í Færeyjum. "Mér finnst sorglegt hvað þessir annars ágætu menn virðast hafa leiðst út í," segir Friðrik. "Eins og þetta lítur út þá er þetta miklu verra heldur en nokkurn hefði grunað. Það sem mér finnst koma fram í þessu er algjört virðingarleysi fyrir viðskiptavininum."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira