Innlent

Kennararnir stöðvaðir í dyrunum

"Menn geta dregið sínar ályktanir af því hvort framkoma sveitarfélaganna sé þeim til framdráttar," segir Jón Pétur Zimsen, kennari í Réttarholtsskóla. Kennarar skólans ákváðu að halda heim þegar þeim varð ljóst að sveitarfélögin ætluðu ekki að greiða kennurum laun fyrir kennsluna á meðan miðlunartillagan væri óafgreidd. "Klaufalegt," voru orð Hilmars Hilmarssonar, skólastjóra Réttarholtsskóla, um ákvörðun sveitarfélaganna. Þau hafi breytt um stefnu þegar ljóst varð að skólastarfið væri í uppnámi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×