Ekki í myndinni að segja af sér 2. nóvember 2004 00:01 Meirihluti borgarstjórnar lýsti yfir stuðningi við Þórólf Árnarson sem borgarstjóra í gær. Þegar sjálfstæðismenn vildu ræða stöðu borgarstjórans og aðild hans að olíusamráðinu á borgarstjórnarfundi líkti Alfreð Þorsteinsson umræðunni um Þórólf við galdraofsóknir. Engin efnisleg umræða um olíusamráðið fór fram á fundi borgarstjórnar í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hóf utandagskrárumræðu um stöðu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í gær. Hann sagði að án þess að hann væri með ásakanir áður en fólk væri fundið sekt, þyrfti borgarstjóri og Reykjavíkurlistinn að gera það upp við sína samvisku hvort Þórólfi væri stætt að halda áfram sem borgarstjóri. Olíufélögin hefðu ekki farið vel með borgina og það mál þyrfti að ræða í borgarstjórn, en ekki bara innan R-listans. Skömmu áður höfðu borgarfulltrúar R-listans fundað með Þórólfi, þar sem staða hans sem borgarstjóra var rædd. Eftir fundinn sagði Þórólfur að það væri ekki inn í myndinni að segja af sér og að hann nyti trausts meirihluta borgarstjórnar. Borgarfulltrúarnir tóku í sama streng. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum borgarstjóri, sagðist styðja Þórólf af fullum hug. Anna Kristinsdóttir sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málefnum Þórólfs, frá því að hann útskýrði mál sitt í júlí í fyrra og hefði það verið niðurstaða borgarfulltrúar R-listans að styðja hann áfram. Í lok júlí í fyrra sagði Þórólfur á fundi borgarráðs að honum hafi ekki verið kunnugt um að olíufélögin hafi haft með sér samráði í útboði Reykjavíkurborgar árið 1996. Þá þurfti hann sérstaklega að útskýra tölvupóst sem hann sendi forstjóra Olíufélagsins, auk deildarstjóra um miðjan júlí 1996, þar sem sagði; "Tvær leiðir: Stinga djúpt og ná viðskiptunum, eiga þá á hættu að missa framlegð niður ef verð fréttist. Hin leiðin að skoða stærri dæmi í samhengi. Ákveða þarf á næsta fundi verðpólitík miðað við þessar tvær leiðir og eiga báðar í vasanum fram á síðustu stund." Alfreð Þorsteinsson varaði fólk gegn því að hefja ofsóknir gegn borgarstjóranum og líkti þeirri umræðu við galdraofsóknir, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi. "Ég nefni Geirfinnsmálið og ég nefni Hafskipsmálið," sagði hann í ræðu sinni. Þá sagði Alfreð að honum sýndist fólk vera að draga Þórólf til ábyrgðar umfram aðra sem málinu tengdust. Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar lýsti yfir stuðningi við Þórólf Árnarson sem borgarstjóra í gær. Þegar sjálfstæðismenn vildu ræða stöðu borgarstjórans og aðild hans að olíusamráðinu á borgarstjórnarfundi líkti Alfreð Þorsteinsson umræðunni um Þórólf við galdraofsóknir. Engin efnisleg umræða um olíusamráðið fór fram á fundi borgarstjórnar í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hóf utandagskrárumræðu um stöðu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í gær. Hann sagði að án þess að hann væri með ásakanir áður en fólk væri fundið sekt, þyrfti borgarstjóri og Reykjavíkurlistinn að gera það upp við sína samvisku hvort Þórólfi væri stætt að halda áfram sem borgarstjóri. Olíufélögin hefðu ekki farið vel með borgina og það mál þyrfti að ræða í borgarstjórn, en ekki bara innan R-listans. Skömmu áður höfðu borgarfulltrúar R-listans fundað með Þórólfi, þar sem staða hans sem borgarstjóra var rædd. Eftir fundinn sagði Þórólfur að það væri ekki inn í myndinni að segja af sér og að hann nyti trausts meirihluta borgarstjórnar. Borgarfulltrúarnir tóku í sama streng. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum borgarstjóri, sagðist styðja Þórólf af fullum hug. Anna Kristinsdóttir sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málefnum Þórólfs, frá því að hann útskýrði mál sitt í júlí í fyrra og hefði það verið niðurstaða borgarfulltrúar R-listans að styðja hann áfram. Í lok júlí í fyrra sagði Þórólfur á fundi borgarráðs að honum hafi ekki verið kunnugt um að olíufélögin hafi haft með sér samráði í útboði Reykjavíkurborgar árið 1996. Þá þurfti hann sérstaklega að útskýra tölvupóst sem hann sendi forstjóra Olíufélagsins, auk deildarstjóra um miðjan júlí 1996, þar sem sagði; "Tvær leiðir: Stinga djúpt og ná viðskiptunum, eiga þá á hættu að missa framlegð niður ef verð fréttist. Hin leiðin að skoða stærri dæmi í samhengi. Ákveða þarf á næsta fundi verðpólitík miðað við þessar tvær leiðir og eiga báðar í vasanum fram á síðustu stund." Alfreð Þorsteinsson varaði fólk gegn því að hefja ofsóknir gegn borgarstjóranum og líkti þeirri umræðu við galdraofsóknir, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi. "Ég nefni Geirfinnsmálið og ég nefni Hafskipsmálið," sagði hann í ræðu sinni. Þá sagði Alfreð að honum sýndist fólk vera að draga Þórólf til ábyrgðar umfram aðra sem málinu tengdust.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira