Hvaða áhrif hafa úrslitin? 2. nóvember 2004 00:01 Sú spurning er nú á allra vörum hver muni verða áhrifin af sigri George W. Bush í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gær. Menn velta því til dæmis fyrir sér hvort þau leiði til þess að Bandaríkjamenn verði enn harðskeyttari á alþjóðavettvangi en áður. Verður innrásinni í Írak fylgt eftir með árás á ríki sem Bandaríkin telja hættuleg heimsbyggðinni, svo sem Íran og Norður-Kóreu? Hvað gerist í Írak? Hvernig verður hryðjuverkastríðið háð? Og hvernig munu samskiptin við hina fornu bandamenn í Evrópu þróast? Ljóst er að yfirgnæfandi meirihluti Evrópubúa og evrópskra stjórnmálamanna hefði kosið að John Kerry hefði orðið forseti. Þó að stefna hans í ýmsum málum sé óljós var talið að hann vildi fara hægar í sakirnar í ýmsum stórum mál eins og Evrópuþjóðirnar. Hann var talinn maður samráðs frekar en valdboðs, nær evrópskum stjórnmálahefðum en þeim vinnubrögðum í stjórnmálum sem komið hafa til sögu á kjörtímabili Bush. Vonbrigði einkenna einnig viðbrögðin víða utan Evrópu. Bush er maður hinnar umdeildu hnattvæðingar og fylgir því sem stundum er kallað menningarleg stórveldastefna. En umheimurinn verður að horfast í augu við að Bush er löglegakjörinn forseti með yfirgnæfandi fylgi þjóðar sinnar. Spádómar um annað reyndust litaðir af óhóflegri óskhyggju. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig leiðtogar Þýskalands og Frakklands bregðast við. Þeir hafa verið óánægðir með stefnu Bush og enginn vafi er á því að þeir hefðu kosið að fá Kerry í Hvíta húsið. Líklegt er hins vegar að Tony Blair forsætisráðherra fagni endurkjöri Bush enda mun það styrkja hann á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn gleyma ekki vinum sínum. Fyrir Íslendinga kunna úrslitin að leiða til samkomulags um rekstur varnarstöðvarinnar í Keflavík sem yrði nær sjónarmiðum íslenskra stjórnvalda en ella hefðu fengist fram. Þess vegna er ekki furða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi verið glaðir í bragði í dag. Framtíð og skipulag varnarsamstarfsins mun skýrast eftir fund Davíðs og Powells utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington 16. nóvember.. Powell hefði vafalaust ekki boðað til fundarins ef hann væri ekki tilbúinn að klára málið í stórum dráttum. En hvað finnst lesendum Vísis um endurkjör Bush? Hvað finnst þeim líklegt að gerist á alþjóðavettvangi? Er heimurinn tryggari eða ótryggari staður með Bush á forsetastólnum í Hvíta húsinu? Hér fyrir neðan er hægt að skrifa skoðun sína og birtist þá strax á vefnum. Áhugaverðustu framlögin verða endurbirt í Fréttablaðinu.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Sú spurning er nú á allra vörum hver muni verða áhrifin af sigri George W. Bush í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gær. Menn velta því til dæmis fyrir sér hvort þau leiði til þess að Bandaríkjamenn verði enn harðskeyttari á alþjóðavettvangi en áður. Verður innrásinni í Írak fylgt eftir með árás á ríki sem Bandaríkin telja hættuleg heimsbyggðinni, svo sem Íran og Norður-Kóreu? Hvað gerist í Írak? Hvernig verður hryðjuverkastríðið háð? Og hvernig munu samskiptin við hina fornu bandamenn í Evrópu þróast? Ljóst er að yfirgnæfandi meirihluti Evrópubúa og evrópskra stjórnmálamanna hefði kosið að John Kerry hefði orðið forseti. Þó að stefna hans í ýmsum málum sé óljós var talið að hann vildi fara hægar í sakirnar í ýmsum stórum mál eins og Evrópuþjóðirnar. Hann var talinn maður samráðs frekar en valdboðs, nær evrópskum stjórnmálahefðum en þeim vinnubrögðum í stjórnmálum sem komið hafa til sögu á kjörtímabili Bush. Vonbrigði einkenna einnig viðbrögðin víða utan Evrópu. Bush er maður hinnar umdeildu hnattvæðingar og fylgir því sem stundum er kallað menningarleg stórveldastefna. En umheimurinn verður að horfast í augu við að Bush er löglegakjörinn forseti með yfirgnæfandi fylgi þjóðar sinnar. Spádómar um annað reyndust litaðir af óhóflegri óskhyggju. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig leiðtogar Þýskalands og Frakklands bregðast við. Þeir hafa verið óánægðir með stefnu Bush og enginn vafi er á því að þeir hefðu kosið að fá Kerry í Hvíta húsið. Líklegt er hins vegar að Tony Blair forsætisráðherra fagni endurkjöri Bush enda mun það styrkja hann á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn gleyma ekki vinum sínum. Fyrir Íslendinga kunna úrslitin að leiða til samkomulags um rekstur varnarstöðvarinnar í Keflavík sem yrði nær sjónarmiðum íslenskra stjórnvalda en ella hefðu fengist fram. Þess vegna er ekki furða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi verið glaðir í bragði í dag. Framtíð og skipulag varnarsamstarfsins mun skýrast eftir fund Davíðs og Powells utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington 16. nóvember.. Powell hefði vafalaust ekki boðað til fundarins ef hann væri ekki tilbúinn að klára málið í stórum dráttum. En hvað finnst lesendum Vísis um endurkjör Bush? Hvað finnst þeim líklegt að gerist á alþjóðavettvangi? Er heimurinn tryggari eða ótryggari staður með Bush á forsetastólnum í Hvíta húsinu? Hér fyrir neðan er hægt að skrifa skoðun sína og birtist þá strax á vefnum. Áhugaverðustu framlögin verða endurbirt í Fréttablaðinu.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar