Innlent

Umboðsmenn olíufélaga ósáttir

Umboðsmenn fyrir olíufélögin víða úti á landi eru ósáttir vegna áskorunar til almennings um að kaupa bara bensín af Skeljungi, Olís eða Essó. Víða á landsbyggðinni er rekstur bensínstöðva ekki á snærum olíufélaganna þótt þær séu merktar þeim. Sums staðar eru umboðsmenn með reksturinn á sinni eigin kennitölu. Þessir umboðsmenn eru aðeins háðir olíufélögunum að því leyti að þeir kaupa bensín af þeim. Allur annar rekstur er á þeirra vegum, svo sem sala á matvöru, sælgæti og öðru. Finnst þeim því hart að verið sé að hvetja fólk alls staðar á landinu að kaupa bara bensín af olíufélögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×