Innlent

Hafa samningana í hendi sér

Kjarasamningur skólastjórnenda bíður samþykktar. Þeir gengu frá samningi við launanefnd sveitarfélaganna áður en miðlunartillaga ríkissáttasemjara var lögð fyrir grunnskólakennara. Sigfús Grétarsson, formaður samninganefndar Skólastjórafélagsins, segir að felli grunnskólakennarar miðlunartillöguna falli samningur skólastjórnenda einnig: "Þó að við höfum náð samkomulagi um okkar atriði er þetta einn kjarasamningur og bæði kennarar og skólastjórnendur greiða atkvæði um hann. Atkvæðin eru talin saman." Sigfús er ekki bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur miðað við það sem hann hafi heyrt á kennurum. Skólastjórnendur segi hins vegar samninginn viðunandi miðað við aðstæður. Samið hafi verið um sömu launahækkanir og kennarar fái og að laun skólastjóra verði ekki einungis miðuð við stærð grunnskólanna sem þeir reki heldur einnig við menntun og starfsreynslu þeirra. Falli samningurinn verður aftur hafist handa við samningsgerðina og á þeim stoðum sem nú standa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×