Menning

Ný ferðaskrifstofa í Höfðatúni

Ný ferðaskrifstofa og umferðarmiðstöð Iceland Excursions Allrahanda var opnuð með pompi og pragt síðastliðinn miðvikudag. Ferðaskrifstofan er í Höfðatúni 12 í Reykjavík. Þórir Garðarsson markaðsstjóri segir að eftir að Bifreiðastöð Íslands var einkavædd hafi Iceland Excursions verið meinaður aðgangur að aðstöðu þar. "Það var því ekki um annað að ræða en að opna eigin umferðamiðstöð nálægt miðbænum, þar sem góð tenging væri við almenningssamgöngur og staðsetningin góð með tilliti til hótela," segir Þórir. "Niðurstaðan varð að færa söluskrifstofuna í stórt og glæsilegt húsnæði í Höfðatúni, steinsnar frá Hlemmi, aðalbækistöð Strætó bs. "

Bifreiðafloti félagsins hefur verið endurnýjaður verulega undanfarin ár og í dag er félagið er með einn yngsta hópferðabílaflota á Íslandi. Hjá Iceland Excursions Allrahanda starfa á milli 50-70 manns. Auk þess að vera ferðaskrifstofa annast félagið akstur fyrir fatlaða, sér um almenningsvagnaþjónustu fyrir Mosfellsbæ og er með almenna rútubílaþjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.