Sonur minn bjargaði mér frá jakka 3. nóvember 2004 00:01 Ármann Guðmundsson, leikstjóri og leikskáld, reynir að kaupa sér sem minnst en gerði einu sinni glappaskot í innkaupum. "Ég keypti mér rúskinnsleðurjakka áður en ég útskrifaðist úr menntaskóla fyrir fjórtán árum. Þáverandi kærasta lagði hart að mér að kaupa jakkann og ég lét undan þrátt fyrir nagandi efasemdirnar sem ég fann fyrir. Hann leit svo sem ágætlega út en ég fílaði hann aldrei neitt sérstaklega og einkum voru það axlapúðarnir sem fóru í taugarnar á mér. Svo passaði hann ekkert á mig því ég var svo mikil horrengla að jakkinn flaksaðist bara á mér. Hann kostaði 20.000 krónur sem var mikill peningur í þá daga og miklu meira en við höfðum efni á. Svo bjargaði sonur minn mér frá þessum jakka með því að gubba á hann einu sinni þegar hann var búinn að drekka úr pelanum sínum. Til stóð að fara með jakkann í hreinsun en það varð einhvern veginn aldrei af því, ég veit ekki af hverju. Ég var með nett samviskubit í nokkur ár yfir því að ganga ekki í flík sem við höfðum eytt í peningum sem við áttum í raun ekki en ekki gat ég gengið í útgubbuðum jakkanum." Skyldi jakkinn vera til ennþá? "Ég gróf hann upp um daginn en held að ég muni nú ekki fara að ganga í honum. Gubbið er reyndar þornað og gufað upp en það er eitthvað við axlapúðana. Það er samt merkilegt að jakkinn sé ennþá til því ég hef flutt nokkrum sinnum síðan þetta var og alltaf hefur samviskubitið forðað mér frá því að henda honum. En nú ætla ég að fara með hann niður í leikfélag og láta hann ganga aftur. Ég vona bara að hann komi einhverjum ódauðlegum persónum til góða. Kannski skrifa ég bara mann inn í hann," segir Ármann hugsi og hver veit nema jakkinn öðlist einhvern tíma nýtt líf. Fjármál Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ármann Guðmundsson, leikstjóri og leikskáld, reynir að kaupa sér sem minnst en gerði einu sinni glappaskot í innkaupum. "Ég keypti mér rúskinnsleðurjakka áður en ég útskrifaðist úr menntaskóla fyrir fjórtán árum. Þáverandi kærasta lagði hart að mér að kaupa jakkann og ég lét undan þrátt fyrir nagandi efasemdirnar sem ég fann fyrir. Hann leit svo sem ágætlega út en ég fílaði hann aldrei neitt sérstaklega og einkum voru það axlapúðarnir sem fóru í taugarnar á mér. Svo passaði hann ekkert á mig því ég var svo mikil horrengla að jakkinn flaksaðist bara á mér. Hann kostaði 20.000 krónur sem var mikill peningur í þá daga og miklu meira en við höfðum efni á. Svo bjargaði sonur minn mér frá þessum jakka með því að gubba á hann einu sinni þegar hann var búinn að drekka úr pelanum sínum. Til stóð að fara með jakkann í hreinsun en það varð einhvern veginn aldrei af því, ég veit ekki af hverju. Ég var með nett samviskubit í nokkur ár yfir því að ganga ekki í flík sem við höfðum eytt í peningum sem við áttum í raun ekki en ekki gat ég gengið í útgubbuðum jakkanum." Skyldi jakkinn vera til ennþá? "Ég gróf hann upp um daginn en held að ég muni nú ekki fara að ganga í honum. Gubbið er reyndar þornað og gufað upp en það er eitthvað við axlapúðana. Það er samt merkilegt að jakkinn sé ennþá til því ég hef flutt nokkrum sinnum síðan þetta var og alltaf hefur samviskubitið forðað mér frá því að henda honum. En nú ætla ég að fara með hann niður í leikfélag og láta hann ganga aftur. Ég vona bara að hann komi einhverjum ódauðlegum persónum til góða. Kannski skrifa ég bara mann inn í hann," segir Ármann hugsi og hver veit nema jakkinn öðlist einhvern tíma nýtt líf.
Fjármál Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira