Innlent

Samkomulag um sorpið

Þetta eru meginniðurstöður samkomulags sem fulltrúar sorpstöðvarinnar og sveitarfélags Ölfuss undirrituðu í gær. Þar með hefur náðst lending í langvarandi ágreiningsmáli um sorpfjallið á urðunarstaðnum, sem Ölfussmenn hafa sagt 3 - 7 metrum of hátt samkvæmt deiliskipulagi, en sorpstöðvarmenn hafa sagt að slíkt skipulag sé ekki til. "Ég er sérstaklega sáttur við að þarna er kominn lokapunktur á þessa urðun," sagði Hjörleifur Brynjólfsson, oddviti sveitarstjórnar Ölfuss eftir undirskriftina í gær. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur sveitarfélagið Ölfus sig til að vinna með sorpstöðinni að því að finna nýjan urðunarstað. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er í gangi athugun á því að flytja allt sorp af höfuðborgarsvæðinu á svæði vestan Þorlákshafnar í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×