Dagur verði borgarstjóri 4. nóvember 2004 00:01 Tillaga liggur fyrir innan Reykjavíkurlistans um að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi taki við starfi borgarstjóra og Þórólfur Árnason segi af sér vegna þátttöku í samráði olíufélaganna. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans komu saman til fundar í gærkvöldi þar sem rætt var um framtíð listans. Engin niðurstaða fékkst á fundinum, en vitað er að tillaga um Dag sem borgarstjóra liggur fyrir. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fundahöldum í dag. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna á Reykjavíkurlistanum, er staddur í Þýskalandi og talið er að það hafi tafið fyrir um úrlausn málsins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna og grasrótin í flokknum hafa ekki getað sætt sig við áframhaldandi setu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra og voru miklar annir hjá fulltrúum Reykjavíkurlistans vegna málsins í gær. Fyrst komu þeir saman um morguninn þar sem fulltrúar Vinstri grænna voru gagnrýndir harðlega fyrir að neita að lýsa yfir stuðningi við borgarstjóra. Formenn félaga stjórnmálaflokkanna sem að Reykjavíkurlistanum standa komu svo saman í hádeginu og sammæltust um að grasrótin í flokkunum fengi að taka þátt í ákvörðunum um framtíð listans, í stað þess að borgarfulltrúar stæðu einir í ákvarðanatökunni. Fulltrúar flokkanna funduðu svo síðdegis hver í sínu lagi með stjórnum flokksfélaganna og þingmönnum borgarinnar. Að þeim fundum loknum hittust borgarfulltrúarnir á skrifstofum borgarfulltrúa við Tjarnargötu, gegnt ráðhúsinu, á meðan Þórólfur Árnason borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, komu til fundar í ráðhúsinu. Skömmu síðar gengu borgarfulltrúarnir allir á fund með borgarstjóra þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bættist í hópinn. Spurð hvort Þórólfur nyti enn hennar stuðnings sagði hún: "Vandamálið snýst um að Þórólfur er búinn að starfa sem borgarstjóri, heill í sínu starfi og heiðvirður. Fyrir alla sem standa að Reykjavíkurlistanum snýst málið um hvort þeir geti staðið vörð um borgarstjórann sinn án þess að standa vörð um þetta samráð olíufélaganna sem allir fordæma að sjálfsögðu." Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Tillaga liggur fyrir innan Reykjavíkurlistans um að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi taki við starfi borgarstjóra og Þórólfur Árnason segi af sér vegna þátttöku í samráði olíufélaganna. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans komu saman til fundar í gærkvöldi þar sem rætt var um framtíð listans. Engin niðurstaða fékkst á fundinum, en vitað er að tillaga um Dag sem borgarstjóra liggur fyrir. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fundahöldum í dag. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna á Reykjavíkurlistanum, er staddur í Þýskalandi og talið er að það hafi tafið fyrir um úrlausn málsins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna og grasrótin í flokknum hafa ekki getað sætt sig við áframhaldandi setu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra og voru miklar annir hjá fulltrúum Reykjavíkurlistans vegna málsins í gær. Fyrst komu þeir saman um morguninn þar sem fulltrúar Vinstri grænna voru gagnrýndir harðlega fyrir að neita að lýsa yfir stuðningi við borgarstjóra. Formenn félaga stjórnmálaflokkanna sem að Reykjavíkurlistanum standa komu svo saman í hádeginu og sammæltust um að grasrótin í flokkunum fengi að taka þátt í ákvörðunum um framtíð listans, í stað þess að borgarfulltrúar stæðu einir í ákvarðanatökunni. Fulltrúar flokkanna funduðu svo síðdegis hver í sínu lagi með stjórnum flokksfélaganna og þingmönnum borgarinnar. Að þeim fundum loknum hittust borgarfulltrúarnir á skrifstofum borgarfulltrúa við Tjarnargötu, gegnt ráðhúsinu, á meðan Þórólfur Árnason borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, komu til fundar í ráðhúsinu. Skömmu síðar gengu borgarfulltrúarnir allir á fund með borgarstjóra þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bættist í hópinn. Spurð hvort Þórólfur nyti enn hennar stuðnings sagði hún: "Vandamálið snýst um að Þórólfur er búinn að starfa sem borgarstjóri, heill í sínu starfi og heiðvirður. Fyrir alla sem standa að Reykjavíkurlistanum snýst málið um hvort þeir geti staðið vörð um borgarstjórann sinn án þess að standa vörð um þetta samráð olíufélaganna sem allir fordæma að sjálfsögðu."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira