Hefur skaðað samfélagið allt 4. nóvember 2004 00:01 Þingmenn allra flokka eru sammála um að olíusamráðið hafi verið grafalvarlegt samfélagsvandamál. Flest eru þau sammála um að forstjórarnir þurfi að axla sína ábyrgð og segja erfitt að meta hvaða áhrif skaðabótamál munu hafa. Pétur Blöndal: Þingmaður Sjálfstæðisflokks Breytingar á kerfinu "Það var ákveðin brotalöm í samkeppni á Íslandi, en við höfum verið að fara inn á nýjar brautir á síðastliðnum tíu árum," segir Pétur Blöndal. "Það hefur orðið gífurleg breyting frá því kerfi sem við höfðum fyrir 1990, þegar svona samráð þótti allt að því eðlilegt þegar atvinnulíf var bundið í pólitísk höft. Samráð olíufélaganna hefur þó verið öllu illvígara eins og komið hefur í ljós." Hann segir eftir að reyna á hvort skaðabótaskylda hafi myndast, vegna neytenda, birgja og hluthafa. "Þá þarf að fara í gegnum hvernig á að gera einstaklinga ábyrga, sérstaklega þá sem stjórna og taka ákvarðanir um slíkar aðgerðir, það er erfiðara að segja til um undirmenn." Um það hvort sektarákvæðin virki, segir hann það erfitt þegar öll félög á markaði eru sektuð. "Það er spurning um að skerpa á ábyrgð einstaklinga og rétt að menn ræði það." Siv Friðleifsdóttir: Þingmaður FramsóknarflokksKallar ekki á breytingar "Mér finnst þetta mjög sorglegt mál svo ekki sé dýpra í árina tekið," segir Siv Friðleifsdóttir. Hún segir að Samkeppnisstofnun sé búin að komast að niðurstöðu hvað varðar fjársekt fyrirtækjanna og það þurfi ekki að ræða frekar. Hvað varðar ábyrgð einstaklinga vill hún ekki ræða hana á meðan málið er í lögreglurannsókn. "Viðskiptalífið hefur ekki breyst í meginatriðum," segir hún og bætir við að ef það er einbeittur vilji fyrir hendi sé hægt að brjóta samkeppnislög. "Það er verið að efla mjög Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitið, eins og stefna Framsóknarflokksins er." Hún segir ekki þurfa nýjar breytingar á samkeppnislögum, umfram þær sem þegar hafa verið boðaðar. "Á fundi viðskipta- og efnahagsnefndar spurði ég sérstaklega eftir hjá embættismönnum hvort þetta mál kalli á breytingar. Þeir sögðu að svo væri ekki." Lúðvík Bergvinsson: Þingmaður SamfylkingarHugvitsútflutningur "Eldsneyti er ein af undirstöðuvörum samfélagsins. Það að beita þeim vinnubrögðum sem fram koma í skýrslu samkeppnisráðs er aðför að undirstöðuatvinnuvegum landsins, lífskjörum og samgöngum og hefur verið gífurlega skaðlegt fyrir íslenskt atvinnulíf," segir Lúðvik Bergvinsson. "Við erum að tala um félög með 100 prósenta markaðshlutdeild, sem þeir hafa misnotað svívirðilega. Ég hefði ekki trúað þessu fyrirfram. Sérstaklega með að það sé verið að flytja verðsamráðshugvitið til annarra landa. En það er afar athyglisvert nú, þegar maður skoðar hvernig samtök atvinnulífsins og verslunarráðið hrópuðu "úlfur, úlfur!" þegar þetta fór af stað, og töldu að það væri gengið hart gegn rétti félaganna. " Lúðvík segir það erfitt að meta hvaða afleiðingar málið hefur í för með sér. "Það er ekki fyrir séð hvernig þetta mál mun enda ef félögin verða sótt til skaðabóta af mörgum." Ögmundur Jónasson: Þingmaður Vinstri grænnaYfirvegað svindl "Ég hef ekki kynnt mér það frá fyrstu hendi, það sem við höfum heyrt er allsvakalegt," segir Ögmundur Jónasson. "Yfirvegað svindl, úthugsað af nákvæmni og ekki bara gagnvart einstaklingum, heldur líka gagnvart ríki og sveitarfélögum. Þarna er mjög alvarlegt mál á ferðinni." Hann segist ekki vilja dæma einstaklinga á þessari stundu, en bæði fyrirtækin og einstaklingar sem bera sök á svindlinu þurfi að axla sína ábyrgð. "Við þurfum að athuga að dæma ekki alla menn út frá þessu, en með þessu sjáum við hvað getur gerst á fákeppnismarkaði. Þetta á sér án efa stað víðar í viðskiptalífinu." Ögmundur telur að lagabreytinga sé ekki þörf í framhaldi af þessu máli. "Það er ríkisstjórn Íslands sem á fyrst og fremst að læra af þessu, sem liggur mikið á að losa eignir þjóðar í hendur fákeppnismarkaðar. Nú sér hún hvað gerist og hlýtur að þurfa að endurskoða til dæmis sölu Símans." Guðjón A. Kristjánsson: Þingmaður FrjálslyndraLíkt og mafíustarfsemi "Mér finnst þetta bara ótrúlegt," segir Guðjón A. Kristjánsson. "Miðað við lýsingarnar sem ég hef heyrt er hægt að líkja þessu við mafíustarfsemi. Fyrirtækin eru dregin til ábyrgðar en forystumennirnir eru ábyrgir líka. Sérstaklega forstjórarnir sem leggja línurnar fyrir þessi afbrot. Ríkissaksóknari hlýtur að hefja mál, því forstjórarnir geta ekki hafa framkvæmt þetta án þess að brjóta hegningalög." Guðjón segir sjómenn hafa talað um þetta í gegnum árin og því komi þetta ekki mikið á óvart. "Miðað við hvað þetta hefur staðið lengi, tel ég að þetta geti átt sér stað annars staðar í samfélaginu." Hann segir jafnframt að það liggi alveg á borðinu að það þurfi að flýta þessari málsmeðferð hjá Samkeppnisstofnun með einhverjum hætti. Það gengur ekki að það taki ár, eða nálgist áratug eins og með tryggingafélögin, að klára svona rannsókn." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Þingmenn allra flokka eru sammála um að olíusamráðið hafi verið grafalvarlegt samfélagsvandamál. Flest eru þau sammála um að forstjórarnir þurfi að axla sína ábyrgð og segja erfitt að meta hvaða áhrif skaðabótamál munu hafa. Pétur Blöndal: Þingmaður Sjálfstæðisflokks Breytingar á kerfinu "Það var ákveðin brotalöm í samkeppni á Íslandi, en við höfum verið að fara inn á nýjar brautir á síðastliðnum tíu árum," segir Pétur Blöndal. "Það hefur orðið gífurleg breyting frá því kerfi sem við höfðum fyrir 1990, þegar svona samráð þótti allt að því eðlilegt þegar atvinnulíf var bundið í pólitísk höft. Samráð olíufélaganna hefur þó verið öllu illvígara eins og komið hefur í ljós." Hann segir eftir að reyna á hvort skaðabótaskylda hafi myndast, vegna neytenda, birgja og hluthafa. "Þá þarf að fara í gegnum hvernig á að gera einstaklinga ábyrga, sérstaklega þá sem stjórna og taka ákvarðanir um slíkar aðgerðir, það er erfiðara að segja til um undirmenn." Um það hvort sektarákvæðin virki, segir hann það erfitt þegar öll félög á markaði eru sektuð. "Það er spurning um að skerpa á ábyrgð einstaklinga og rétt að menn ræði það." Siv Friðleifsdóttir: Þingmaður FramsóknarflokksKallar ekki á breytingar "Mér finnst þetta mjög sorglegt mál svo ekki sé dýpra í árina tekið," segir Siv Friðleifsdóttir. Hún segir að Samkeppnisstofnun sé búin að komast að niðurstöðu hvað varðar fjársekt fyrirtækjanna og það þurfi ekki að ræða frekar. Hvað varðar ábyrgð einstaklinga vill hún ekki ræða hana á meðan málið er í lögreglurannsókn. "Viðskiptalífið hefur ekki breyst í meginatriðum," segir hún og bætir við að ef það er einbeittur vilji fyrir hendi sé hægt að brjóta samkeppnislög. "Það er verið að efla mjög Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitið, eins og stefna Framsóknarflokksins er." Hún segir ekki þurfa nýjar breytingar á samkeppnislögum, umfram þær sem þegar hafa verið boðaðar. "Á fundi viðskipta- og efnahagsnefndar spurði ég sérstaklega eftir hjá embættismönnum hvort þetta mál kalli á breytingar. Þeir sögðu að svo væri ekki." Lúðvík Bergvinsson: Þingmaður SamfylkingarHugvitsútflutningur "Eldsneyti er ein af undirstöðuvörum samfélagsins. Það að beita þeim vinnubrögðum sem fram koma í skýrslu samkeppnisráðs er aðför að undirstöðuatvinnuvegum landsins, lífskjörum og samgöngum og hefur verið gífurlega skaðlegt fyrir íslenskt atvinnulíf," segir Lúðvik Bergvinsson. "Við erum að tala um félög með 100 prósenta markaðshlutdeild, sem þeir hafa misnotað svívirðilega. Ég hefði ekki trúað þessu fyrirfram. Sérstaklega með að það sé verið að flytja verðsamráðshugvitið til annarra landa. En það er afar athyglisvert nú, þegar maður skoðar hvernig samtök atvinnulífsins og verslunarráðið hrópuðu "úlfur, úlfur!" þegar þetta fór af stað, og töldu að það væri gengið hart gegn rétti félaganna. " Lúðvík segir það erfitt að meta hvaða afleiðingar málið hefur í för með sér. "Það er ekki fyrir séð hvernig þetta mál mun enda ef félögin verða sótt til skaðabóta af mörgum." Ögmundur Jónasson: Þingmaður Vinstri grænnaYfirvegað svindl "Ég hef ekki kynnt mér það frá fyrstu hendi, það sem við höfum heyrt er allsvakalegt," segir Ögmundur Jónasson. "Yfirvegað svindl, úthugsað af nákvæmni og ekki bara gagnvart einstaklingum, heldur líka gagnvart ríki og sveitarfélögum. Þarna er mjög alvarlegt mál á ferðinni." Hann segist ekki vilja dæma einstaklinga á þessari stundu, en bæði fyrirtækin og einstaklingar sem bera sök á svindlinu þurfi að axla sína ábyrgð. "Við þurfum að athuga að dæma ekki alla menn út frá þessu, en með þessu sjáum við hvað getur gerst á fákeppnismarkaði. Þetta á sér án efa stað víðar í viðskiptalífinu." Ögmundur telur að lagabreytinga sé ekki þörf í framhaldi af þessu máli. "Það er ríkisstjórn Íslands sem á fyrst og fremst að læra af þessu, sem liggur mikið á að losa eignir þjóðar í hendur fákeppnismarkaðar. Nú sér hún hvað gerist og hlýtur að þurfa að endurskoða til dæmis sölu Símans." Guðjón A. Kristjánsson: Þingmaður FrjálslyndraLíkt og mafíustarfsemi "Mér finnst þetta bara ótrúlegt," segir Guðjón A. Kristjánsson. "Miðað við lýsingarnar sem ég hef heyrt er hægt að líkja þessu við mafíustarfsemi. Fyrirtækin eru dregin til ábyrgðar en forystumennirnir eru ábyrgir líka. Sérstaklega forstjórarnir sem leggja línurnar fyrir þessi afbrot. Ríkissaksóknari hlýtur að hefja mál, því forstjórarnir geta ekki hafa framkvæmt þetta án þess að brjóta hegningalög." Guðjón segir sjómenn hafa talað um þetta í gegnum árin og því komi þetta ekki mikið á óvart. "Miðað við hvað þetta hefur staðið lengi, tel ég að þetta geti átt sér stað annars staðar í samfélaginu." Hann segir jafnframt að það liggi alveg á borðinu að það þurfi að flýta þessari málsmeðferð hjá Samkeppnisstofnun með einhverjum hætti. Það gengur ekki að það taki ár, eða nálgist áratug eins og með tryggingafélögin, að klára svona rannsókn."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira