Viðskipti innlent

Hagvöxtur án atvinnu

Störfum hefur farið fækkandi og mikil framleiðniaukning er í hagkerfinu, segja Samtök atvinnulífsins. Áætlaður vöxtur landsframleiðslu á hvern starfandi einstakling á Íslandi er sex prósent samkvæmt áætlun SA. Í fyrra var framleiðniaukningin 4,6 prósent. Þetta kemur fram í fréttabréfi samtakanna. Samtök atvinnulífsins sega að verði þetta raunin verði það að teljast ánægjuleg tíðindi vegna þess að með framleiðniaukningu geti kaupmáttur launa aukist sem og hagnaður fyrirtækja og arður til hluthafa. Hvati til fjárfestinga aukist að sama skapi. Atvinnuleysi hefur ekki minnkað en samtökin telja að aukin framleiðni eigi að leiða til aukins atvinnuleysis til lengri tíma. "Aukin skilvirkni eykur arðsemi fyrirtækja, sem aftur leiðir til aukinna fjárfestinga. Fjárfestingarnar auka tekjur annarra fyrirtækja og skapa ný störf hjá þeim." Það sé hins vegar íhugunarefni hvort samband milli hagvaxtar og atvinnusköpunar hafi breyst varanlega með þeim hætti að störfum fjölgi hægar en áður í krafti tækninýjunga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×