Stærsta mótorhjólasýning í Evrópu 5. nóvember 2004 00:01 Fyrsta flugs félagið og Iceland Express bjóða upp á hópferð til London og Birmingham þar sem farið verður á stærstu og íburðarmestu mótorhjólasýningu Evrópu um næstu helgi, 13. til 15. nóvember. Fyrsta flugs félagið er ellefu ára gamalt fyrirtæki sem sér um tvær til þrjár hópferðir á ári sem snúast yfirleitt um stórviðburði eins og mótorhjólasýningar eða flugsýningar. "Í þessari þriggja daga ferð verður tveimur dögum varið í London og einum degi í Birmingham þar sem mótorhjólasýningin er haldin. Við sjáum um alla skipulagningu og fólk fær að sjá mjög mikið á stuttum tíma. Við gistum á hótelinu St. Giles í London sem er aðeins hundrað metra frá Oxford Street," segir Gunnar Þorsteinsson, fararstjóri hjá Fyrsta flugs félaginu. Ferðim kostar 39.900 krónur og innifalið er flug, gisting, íslensk fararstjórn, morgunmatur og ferðir til og frá flugvelli. Miðinn á sýninguna er ekki innifalinn í verðinu. "Við viljum ekki hafa miðann innifalinn því fólk þarf náttúrulega ekki að fara á sýninguna. Makar geta til dæmis skroppið til London daginn sem hún er eða skoðað sig um í Birmingham sem er afskaplega falleg borg. Það er samt ótrúlegt að fara á þessa sýningu og hún er mjög lífleg. Þetta er eins og karnival. Þar eru allar týpur og lyktin af gúmmíi umlykur allt," segir Gunnar. Bókað er í ferðina á heimasíðu Iceland Express. Nánari upplýsingar veitir Fyrsta flugs félagið í símum 561 6112 og 663 5800. Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrsta flugs félagið og Iceland Express bjóða upp á hópferð til London og Birmingham þar sem farið verður á stærstu og íburðarmestu mótorhjólasýningu Evrópu um næstu helgi, 13. til 15. nóvember. Fyrsta flugs félagið er ellefu ára gamalt fyrirtæki sem sér um tvær til þrjár hópferðir á ári sem snúast yfirleitt um stórviðburði eins og mótorhjólasýningar eða flugsýningar. "Í þessari þriggja daga ferð verður tveimur dögum varið í London og einum degi í Birmingham þar sem mótorhjólasýningin er haldin. Við sjáum um alla skipulagningu og fólk fær að sjá mjög mikið á stuttum tíma. Við gistum á hótelinu St. Giles í London sem er aðeins hundrað metra frá Oxford Street," segir Gunnar Þorsteinsson, fararstjóri hjá Fyrsta flugs félaginu. Ferðim kostar 39.900 krónur og innifalið er flug, gisting, íslensk fararstjórn, morgunmatur og ferðir til og frá flugvelli. Miðinn á sýninguna er ekki innifalinn í verðinu. "Við viljum ekki hafa miðann innifalinn því fólk þarf náttúrulega ekki að fara á sýninguna. Makar geta til dæmis skroppið til London daginn sem hún er eða skoðað sig um í Birmingham sem er afskaplega falleg borg. Það er samt ótrúlegt að fara á þessa sýningu og hún er mjög lífleg. Þetta er eins og karnival. Þar eru allar týpur og lyktin af gúmmíi umlykur allt," segir Gunnar. Bókað er í ferðina á heimasíðu Iceland Express. Nánari upplýsingar veitir Fyrsta flugs félagið í símum 561 6112 og 663 5800.
Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira