Bílar

Fréttamynd

Banninu verður ekki flýtt

Ráðherra orkumála segir að banni við nýskráningum á bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti verði ekki flýtt. Það sé þó mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að hagkvæmast sé að keyra um á rafbílum. 

Bílar
Fréttamynd

Ferða­menn lentu í vand­ræðum á bíl keyrðum 250 þúsund kíló­metra

Kanadísk hjón á ferð um landið lentu í hættu við akstur í rigningu á Vestfjörðum þegar bílaleigubíll sem þau höfðu leigt flaut upp og lét ekki að stjórn. Eyþór Eðvarðsson var staddur á sama hóteli og þau og heyrði þau útundan sér ræða bílavandræði sín. Í ljós kom að dekkin á bílnum voru handónýt og auk þess hafði bíllinn verið ekinn tæplega 250 þúsund kílómetra.

Innlent
Fréttamynd

Sofnaði eftir fjór­tán mínútna akstur og olli banaslysi

Erlend kona á ferð um landið lést í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesvegi norðan Hítarár þegar þegar annar erlendur ferðamaður sem ók Nissan-bifreið úr gagnstæðri átt sofnaði við akstur, ók yfir á rangan vegahelming og framan á húsbílinn.

Innlent
Fréttamynd

Rúntað um Reykja­vík í Tesla Cybertruck

Tesla Cybertruck verður til sýnis hér á landi um helgina, eftir að hafa flakkað um Evrópu síðustu vikur. Einn helsti Teslu-áhugamaður landsins segir bílinn uppfylla allar hans kröfur.

Bílar
Fréttamynd

Um­ferð hafi vaxið um­fram fjár­veitingar til við­halds

Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um að öku­menn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans

Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm bíla á­rekstur á Akur­eyri

Fimm bíla árekstur varð á Hörgárbraut á Akureyri á öðrum tímanum. Um er að ræða aftanákeyrslu sem varð á leið af hringtorgi og inn í bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Nýr Peu­geot E-3008 raf­bíll frum­sýndur í Brim­borg

Brimborg frumsýnir glænýjan Peugeot E-3008 rafbíl með framúrskarandi drægni, góðum hleðsluhraða, nýju stórfenglegu Panoramic i-Cockpit innra rými, ríkulegum útbúnaði, snjallhleðslu og víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Samstarf
Fréttamynd

Ljúgandi mál­pípa Sjálf­stæðis­flokksins

Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“.

Skoðun
Fréttamynd

Á­huga­verðar á­kvarðanir

Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna.

Skoðun
Fréttamynd

Toyota fagnar sumrinu á laugar­dag

Sumri verður fagnað hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota á laugardag, 8. júní. Þá verður efnt til sýningar þar sem sjá má alla Toyota línuna og söluráðgjafar verða að sjálfsögðu í sumarskapi og finna rétta bílinn sem hentar fyrir ferðalögin fram undan.

Samstarf
Fréttamynd

Nýr CLE 53 frá Mercedes-AMG frum­sýndur á laugar­dag

Mercedes-Benz á Íslandi býður gestum og gangandi einstakt tækifæri til þess að sjá þennan magnaða CLE 53 frá Mercedes-AMG á laugardag milli kl 12-16 . Tilvalið að koma við á leið á kjörstað og upplifa sportlegan og kraftlegan AMG bíl frá Mercedes-Benz.

Samstarf
Fréttamynd

Rúta brann til kaldra kola við Sól­tún

Mannlaus rúta brann til kaldra kola á bílastæði í Sóltúni í Reykjavík skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Enginn annar skaði varð af völdum eldsins. Slökkvilið telur að rútan hafi verið númerslaus.

Innlent
Fréttamynd

Í fyrst­a skipt­i í hálf­a öld dregst bíl­a­sal­a sam­an í hag­vext­i

Sala á nýjum bílum er að dragast skarpt saman þrátt fyrir hagvöxt, nokkuð sem hefur ekki gerst í liðlega hálfa öld, en á sama tíma er sala á notuðum bílum að ganga vel. Ýmis bílaumboð áttu umtalsvert af nýjum bílum um áramótin en sú staða hefur batnað eftir því sem leið á árið, að sögn viðmælanda Innherja. Bankamaður telur engin teikn á lofti hvað varðar getu bílaumboðanna við að standa í skilum en fjármagnskostnaður bílaumboða getur verið um tólf prósent.

Innherji