Furðu lostnir bræður áfrýja 5. nóvember 2004 00:01 Tvíburabræðurnir Rúnar Ben og Davíð Ben Maitsland voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi, fyrir stórfelldan innflutning á hassi. Einn af þremur dómurum í málinu skilaði séráliti, en hann vildi sýkna bræðurna. Þeir ætla báðir að áfrýja dómnum. "Davíð er sleginn yfir dómnum og segist ekki skilja hvernig saklaus maður geti lent í þessu á Íslandi. Í málinu eru engin fíkniefni, engin fjármálatengsl og engir neytendur heldur aðeins skýrslur erlendra afbrotamanna," segir Jón Egilsson, verjandi Davíðs, um dóminn. Ólafur Sigurgeirsson, verjandi Rúnars, segist halda að þetta sé fyrsta fíkniefnamálið þar sem ákært er og refsað fyrir vegna fíkniefna sem aldrei fundust. Báðir eru verjendurnir sammála sérákvæði eins dómaranna um sýknu. Rúnar er sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á alls 27 kílóum af hassi frá Þýskalandi árið 2002. Davíð er ákærður fyrir að hafa tekið við 23 kílóum af hassinu. Þjóðverjinn Claus Friehe játaði fyrir dómi í maí að hafa flutt inn sjö kíló af hassinu en hans þáttur var klofinn frá málinu þegar hann hafði játað. Rúnar á að hafa keypt efnið til innflutnings frá Þjóðverjanum Reinhold Schröder, sem var nýlega dæmdur í sex ára fangelsi í Þýskalandi í öðru fíkniefnamáli. Í því máli voru karl og kona dæmd til fangelsisvistar, en þau höfðu játað að hafa verið burðardýr á hassi til Íslands. Ekkert af fólkinu fékkst framselt til þess að bera vitni í málinu hér, en eitt burðardýranna, Vibekke Vollet, bar vitni í gegnum síma. Þar sagðist hún hafa afhent Davíð sjö kíló af hassi. Í niðurstöðu dómaranna tveggja, sem sakfelldu bræðurna, segir að við mat á sök sé horft til þess að Rúnar hafi verið sakfelldur í Hæstarétti fyrir að taka við fíkniefnum sem hann hafi keypt af Schröder og að þeir hafi verið í fíkniefnaviðskiptum. Segir að þó framburður Þjóðverjanna hafi ekki verið gefinn fyrir dómi hér á landi gildi þýsku dómarnir sem sönnunargögn. Þá finnst dómnum framburður bræðranna hjá lögreglu og fyrir dómi misvísandi og í heild ótrúverðugur. Dómarinn sem skilaði séráliti segir engin gögn liggja fyrir um hvað hafi orðið um fíkniefnin, enginn kaupandi hefði verið yfirheyrður auk þess sem engin gögn um fjárhag bræðranna bendi til sölu á svo miklu af fíkniefnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Tvíburabræðurnir Rúnar Ben og Davíð Ben Maitsland voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi, fyrir stórfelldan innflutning á hassi. Einn af þremur dómurum í málinu skilaði séráliti, en hann vildi sýkna bræðurna. Þeir ætla báðir að áfrýja dómnum. "Davíð er sleginn yfir dómnum og segist ekki skilja hvernig saklaus maður geti lent í þessu á Íslandi. Í málinu eru engin fíkniefni, engin fjármálatengsl og engir neytendur heldur aðeins skýrslur erlendra afbrotamanna," segir Jón Egilsson, verjandi Davíðs, um dóminn. Ólafur Sigurgeirsson, verjandi Rúnars, segist halda að þetta sé fyrsta fíkniefnamálið þar sem ákært er og refsað fyrir vegna fíkniefna sem aldrei fundust. Báðir eru verjendurnir sammála sérákvæði eins dómaranna um sýknu. Rúnar er sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á alls 27 kílóum af hassi frá Þýskalandi árið 2002. Davíð er ákærður fyrir að hafa tekið við 23 kílóum af hassinu. Þjóðverjinn Claus Friehe játaði fyrir dómi í maí að hafa flutt inn sjö kíló af hassinu en hans þáttur var klofinn frá málinu þegar hann hafði játað. Rúnar á að hafa keypt efnið til innflutnings frá Þjóðverjanum Reinhold Schröder, sem var nýlega dæmdur í sex ára fangelsi í Þýskalandi í öðru fíkniefnamáli. Í því máli voru karl og kona dæmd til fangelsisvistar, en þau höfðu játað að hafa verið burðardýr á hassi til Íslands. Ekkert af fólkinu fékkst framselt til þess að bera vitni í málinu hér, en eitt burðardýranna, Vibekke Vollet, bar vitni í gegnum síma. Þar sagðist hún hafa afhent Davíð sjö kíló af hassi. Í niðurstöðu dómaranna tveggja, sem sakfelldu bræðurna, segir að við mat á sök sé horft til þess að Rúnar hafi verið sakfelldur í Hæstarétti fyrir að taka við fíkniefnum sem hann hafi keypt af Schröder og að þeir hafi verið í fíkniefnaviðskiptum. Segir að þó framburður Þjóðverjanna hafi ekki verið gefinn fyrir dómi hér á landi gildi þýsku dómarnir sem sönnunargögn. Þá finnst dómnum framburður bræðranna hjá lögreglu og fyrir dómi misvísandi og í heild ótrúverðugur. Dómarinn sem skilaði séráliti segir engin gögn liggja fyrir um hvað hafi orðið um fíkniefnin, enginn kaupandi hefði verið yfirheyrður auk þess sem engin gögn um fjárhag bræðranna bendi til sölu á svo miklu af fíkniefnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira