Innlent

Uppbygging byggðar í Urriðaholti.

Garðabær kallar íbúa sveitarfélagsins, og aðra þá sem kunna að hafa áhuga á uppbyggingu nýrrar byggðar í Urriðaholti í Garðabæ, til fundar við sig í golfskála Oddfellow-reglunnar í Urriðavatnsdölum við Garðabæ í dag. Þar á að ræða uppbyggingu nýrrar byggðar í Urriðaholti. Upphaflega stóð til að byggja upp stóra hátæknigarða á svæðinu fyrir allt að 8.500 starfsmenn. Frá því hefur nú verið horfið og vill bæjarstjórn Garðabæjar, í samstarfi við Oddfellowregluna og Þekkingarhúsið, heyra hugmyndir áhugasamra um hvað gera megi við þetta svæði. Fundurinn hófst klukkan ellefu og stendur til klukkan þrjú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×