Innlent

Borgarstjóri gerðist brotlegur

Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, sagði í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöld að Þórólfur Árnason borgarstjóri hefði gerst brotlegur við lög þegar hann tók þátt í olíufélagssamráðinu, en hann eigi sér málsbætur. Það sé þyngd brotsins sem lögð sé á vogarskálarnar og umrætt brot sé mjög þungt. Þórólfur hafi aftur á móti verið samvinnuþýður og lagt spilin á borðið. Stefán Jón kveðst ósáttur við að pólitísk spjót beinist að R-listanum sem hafi verið pólitíska aflið sem tók upp útboð á olíuinnkaupum árið 1996 og rauf þannig hið pólitíska viðskiptasamráð Sjálfstæðisflokks og Skeljungs sem ríkt hafi um áratuga skeið, að sögn Stefáns. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×