Gríðarleg óánægja með tillöguna 6. nóvember 2004 00:01 Gríðarleg óánægja er meðal grunnskólakennara með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Talið er fullvíst að hún verði felld sem þýðir að verkfall hefst á nýjan leik í grunnskólum landsins á þriðjudag. Miklar annir hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarið en tekið verður á móti atkvæðum fram til klukkan eitt á mánudag. Þá hefst talningin. Það er kannski einkennandi fyrir stemmninguna sem ríkir um þessa atkvæðagreiðslu að starfsfólk ríkissáttasemjara er spurt spjörunum úr um framkvæmd hennar og langflestir virðast ekki treysta póstsamgöngum og kjósa að afhenda atkvæði sitt í eigin persónu. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir óvenjulegt hvað margir komi með atkvæði sitt sjálfir. Hátt á fimmta þúsund grunnskólakennarar eru á kjörskrá. Ef meira en fjórðungur þeirra greiðir atkvæði gegn tillögunni skoðast hún felld. Það var sama við hvern úr röðum kennara fréttastofa ræddi við í gær - fólk var á einu máli um að hún yrði felld. Það eina sem þá er ljóst í stöðunni er að verkfall hefst aftur strax á þriðjudag. Svo virðist sem kennurum þyki sú launahækkun sem í tillögunni felst ekki vera nægjanleg og að hún leiðrétti ekki ýmis ákvæði síðustu samninga sem einnig er megn óánægja með. Anna María Jónsdóttir, kennari við Vogaskóla, segir miðlunartillöguna hafa valdið gríðarlega miklum vonbrigðum innan stéttarinnar og á von á því að kennsla falli niður að nýju á þriðjudag. Rebekka Ólafsdóttir, kennari við Korpuskóla, segist hafa hafnað tillögunni því hún sé ekki sátt við innihald hennar. Hún á einnig von á því að tillagan verði felld og verkfall hefjist því að nýju. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Gríðarleg óánægja er meðal grunnskólakennara með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Talið er fullvíst að hún verði felld sem þýðir að verkfall hefst á nýjan leik í grunnskólum landsins á þriðjudag. Miklar annir hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarið en tekið verður á móti atkvæðum fram til klukkan eitt á mánudag. Þá hefst talningin. Það er kannski einkennandi fyrir stemmninguna sem ríkir um þessa atkvæðagreiðslu að starfsfólk ríkissáttasemjara er spurt spjörunum úr um framkvæmd hennar og langflestir virðast ekki treysta póstsamgöngum og kjósa að afhenda atkvæði sitt í eigin persónu. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir óvenjulegt hvað margir komi með atkvæði sitt sjálfir. Hátt á fimmta þúsund grunnskólakennarar eru á kjörskrá. Ef meira en fjórðungur þeirra greiðir atkvæði gegn tillögunni skoðast hún felld. Það var sama við hvern úr röðum kennara fréttastofa ræddi við í gær - fólk var á einu máli um að hún yrði felld. Það eina sem þá er ljóst í stöðunni er að verkfall hefst aftur strax á þriðjudag. Svo virðist sem kennurum þyki sú launahækkun sem í tillögunni felst ekki vera nægjanleg og að hún leiðrétti ekki ýmis ákvæði síðustu samninga sem einnig er megn óánægja með. Anna María Jónsdóttir, kennari við Vogaskóla, segir miðlunartillöguna hafa valdið gríðarlega miklum vonbrigðum innan stéttarinnar og á von á því að kennsla falli niður að nýju á þriðjudag. Rebekka Ólafsdóttir, kennari við Korpuskóla, segist hafa hafnað tillögunni því hún sé ekki sátt við innihald hennar. Hún á einnig von á því að tillagan verði felld og verkfall hefjist því að nýju.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira