Sagði af sér formennsku 6. nóvember 2004 00:01 Bæjarstjórnarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar urðu mjög undrandi þegar Guðjón Hjörleifsson las upp úr bréfi á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Í bréfinu voru lögfræðingar eigenda Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum að forvitnast um stöðu viljayfirlýsingar sem Andrés Sigmundsson hafði skrifað undir fyrir hönd Verkefnastjórnar Menningarhúss í Vestmannaeyjum þann 12. október. Engin nema Andrés vissi um þessa yfirlýsingu. Síðan hún var undirrituð hefur verið haldinn fundur í bæjarstjórn og hjá verkefnastjórninni án þess að hún hafi verið rædd. Andrés segir það ekki skipta máli að hann hafi ekki sagt bæjarstjórn frá yfirlýsingunni en viðurkennir að það hefði verið eðlilegt að kynna þetta fyrir verkefnastjórninni. Í viljayfirlýsingunni komu fram hugmyndir um bæjarsjóður og ríkið muni kaupa húsið fyrir um 153 milljónir. Hluta af því yrði greitt með fasteign í eigu Vestmannaeyjabæjar sem síðan yrði leigð af nýjum eigendum til lengri tíma. Fram kemur að samkomulagið sé háð formlegu samþykki verkefnastjórnarinnar og eigendum Fiskiðjuhússins. Andrés segir viljayfirlýsinguna ekki fela í sér neina skuldbindingu."Þessi tala hefði aldrei komið til greina, það vita allir. Ég taldi það skyldu mína sem formanns að ganga í þessa hluti." Eftir að bæjarstjórnarfundi lauk sendi Andrés frá sér yfirlýsingu, þar sem hann sagði tímabundið af sér formennsku í bæjarráði Vestmannaeyja og formennsku verkefnastjórnarinnar. "Ég taldi rétt við þessar aðstæður að á meðan málin eru skoðuð að víkja til hliðar á meðan málin eru skoðuð. Mér finnst það heiðarlegt af mér og drengilegt." Lúðvík Bergvinsson segir þær hugmyndir sem birtust í yfirlýsingunni vera fráleitar og aldrei komið til greina. Hann styður ákvörðun Andrésar að láta af formennsku. Arnar Sigurmundsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir viljayfirlýsinguna hafa komið öllum nema Andrési í opna skjöldu. "Þarna er einstaklingur að búa sig undir það að skuldbinda sig um kaupa fasteign og selja fasteign bæjarsjóðs, algjörlega í heimildarleysi. Þessi gjörningur hefur ekkert gildi og maðurinn er að axla þá ábyrgð að hætta fyrir bragðið." Bæjarráð mun koma saman í dag, án Andrésar Sigmundssonar. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Bæjarstjórnarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar urðu mjög undrandi þegar Guðjón Hjörleifsson las upp úr bréfi á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Í bréfinu voru lögfræðingar eigenda Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum að forvitnast um stöðu viljayfirlýsingar sem Andrés Sigmundsson hafði skrifað undir fyrir hönd Verkefnastjórnar Menningarhúss í Vestmannaeyjum þann 12. október. Engin nema Andrés vissi um þessa yfirlýsingu. Síðan hún var undirrituð hefur verið haldinn fundur í bæjarstjórn og hjá verkefnastjórninni án þess að hún hafi verið rædd. Andrés segir það ekki skipta máli að hann hafi ekki sagt bæjarstjórn frá yfirlýsingunni en viðurkennir að það hefði verið eðlilegt að kynna þetta fyrir verkefnastjórninni. Í viljayfirlýsingunni komu fram hugmyndir um bæjarsjóður og ríkið muni kaupa húsið fyrir um 153 milljónir. Hluta af því yrði greitt með fasteign í eigu Vestmannaeyjabæjar sem síðan yrði leigð af nýjum eigendum til lengri tíma. Fram kemur að samkomulagið sé háð formlegu samþykki verkefnastjórnarinnar og eigendum Fiskiðjuhússins. Andrés segir viljayfirlýsinguna ekki fela í sér neina skuldbindingu."Þessi tala hefði aldrei komið til greina, það vita allir. Ég taldi það skyldu mína sem formanns að ganga í þessa hluti." Eftir að bæjarstjórnarfundi lauk sendi Andrés frá sér yfirlýsingu, þar sem hann sagði tímabundið af sér formennsku í bæjarráði Vestmannaeyja og formennsku verkefnastjórnarinnar. "Ég taldi rétt við þessar aðstæður að á meðan málin eru skoðuð að víkja til hliðar á meðan málin eru skoðuð. Mér finnst það heiðarlegt af mér og drengilegt." Lúðvík Bergvinsson segir þær hugmyndir sem birtust í yfirlýsingunni vera fráleitar og aldrei komið til greina. Hann styður ákvörðun Andrésar að láta af formennsku. Arnar Sigurmundsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir viljayfirlýsinguna hafa komið öllum nema Andrési í opna skjöldu. "Þarna er einstaklingur að búa sig undir það að skuldbinda sig um kaupa fasteign og selja fasteign bæjarsjóðs, algjörlega í heimildarleysi. Þessi gjörningur hefur ekkert gildi og maðurinn er að axla þá ábyrgð að hætta fyrir bragðið." Bæjarráð mun koma saman í dag, án Andrésar Sigmundssonar.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira