Borgarstjóri segi af sér 6. nóvember 2004 00:01 Röskur helmingur landsmanna álítur að Þórólfur Árnason, borgarstjóri, eigi að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins. Þetta kemur farm í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Prófessor í stjórnmálafræði kemur á óvart hve lítils stuðnings borgarstjórinn nýtur. Rúm 55 prósent aðspurðra álíta að Þórólfi Árnasyni beri að víkja úr stóli borgarstjóra en rúm 44 prósent segja að honum sé áfram sætt í ráðhúsinu þrátt fyrir þátt sinn í samráðsmálinu. Konur styðja Þórólf frekar en karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins vilja heldur að hann sitji áfram sem borgarstjóri en fólk af landsbyggðinni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að túlka niðurstöður könnunarinnar þar sem aðstæður séu um margt einstakar. "Það er hins vegar alveg klárt að einstaklingar sem hafa lent í stormviðri á borð við þetta hafa átt talsverða samúð á meðal fólks. Það gilti um Albert Guðmundsson á sínum tíma og ég held að það hafi líka gilt um Guðmund Árna Stefánsson þegar hann varð að segja af sér ráðherradómi. Því finnst mér þetta ekki mjög mikill stuðningur við Þórólf Árnason. Ég verð hins vegar að játa það að þetta er algerlega huglægt mat. Hver og einn getur haft sína skoðun á því hvað er mikið eða lítið í þessum efnum." Máli sínu til stuðnings bendir Gunnar Helgi á að borgarstjórinn í Reykjavík er vinsælt embætti og að Þórólfur hafi fram að þessu verið farsæll í starfi sínu. "Miðað við það þá sýnir þetta að stuðningur við hann hefur að miklu leyti fjarað út." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Á Þórólfur Árnason að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins? Svarhlutfallið var 87,3 prósent sem telst ágætt. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Röskur helmingur landsmanna álítur að Þórólfur Árnason, borgarstjóri, eigi að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins. Þetta kemur farm í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Prófessor í stjórnmálafræði kemur á óvart hve lítils stuðnings borgarstjórinn nýtur. Rúm 55 prósent aðspurðra álíta að Þórólfi Árnasyni beri að víkja úr stóli borgarstjóra en rúm 44 prósent segja að honum sé áfram sætt í ráðhúsinu þrátt fyrir þátt sinn í samráðsmálinu. Konur styðja Þórólf frekar en karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins vilja heldur að hann sitji áfram sem borgarstjóri en fólk af landsbyggðinni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að túlka niðurstöður könnunarinnar þar sem aðstæður séu um margt einstakar. "Það er hins vegar alveg klárt að einstaklingar sem hafa lent í stormviðri á borð við þetta hafa átt talsverða samúð á meðal fólks. Það gilti um Albert Guðmundsson á sínum tíma og ég held að það hafi líka gilt um Guðmund Árna Stefánsson þegar hann varð að segja af sér ráðherradómi. Því finnst mér þetta ekki mjög mikill stuðningur við Þórólf Árnason. Ég verð hins vegar að játa það að þetta er algerlega huglægt mat. Hver og einn getur haft sína skoðun á því hvað er mikið eða lítið í þessum efnum." Máli sínu til stuðnings bendir Gunnar Helgi á að borgarstjórinn í Reykjavík er vinsælt embætti og að Þórólfur hafi fram að þessu verið farsæll í starfi sínu. "Miðað við það þá sýnir þetta að stuðningur við hann hefur að miklu leyti fjarað út." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Á Þórólfur Árnason að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins? Svarhlutfallið var 87,3 prósent sem telst ágætt.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira