Viðskipti innlent

Landsbankinn fylgir í kjölfarið

Landsbanki Íslands fylgir í kjölfar Íslandsbanka og KB banka og mun bjóða viðskiptavinum sínum 100% lán til íbúðakaupa. Í tilkynningu segir að lánin séu með sambærilegum skilyrðum og kjörum og aðrir bankar bjóða. Íslandsbanki reið á vaðið í gær og KB banki fylgdi á eftir fyrr í dag. Hin nýju kjör munu standa til boða frá og með næstkomandi mánudegi.Landsbankinn hvetur fólk eindregið til að skoða vandlega þá valkosti sem nú standa til boða við fjármögnun á íbúðahúsnæði. Um leið hvetur bankinn fólk til að fara varlega við skuldsetningu vegna kaupa á íbúðahúsnæði, sem alla jafna eru stærstu viðskiptasamningar sem einstaklingar ráðast í. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir það mjög ánægjulegt að geta boðið upp á þessi lán. „Þau munu verða til þess að fjölmargt fólk eignast sitt eigið húsnæði fyrr en ella. Hins vegar legg ég áherslu á að fólk fari varlega í skuldsetningu og skoði sín mál ofan í kjölinn áður en það kaupir húsnæði með 100% veðsetningu,“ segir Halldór.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×