Innlent

Sala Atlantsolíu margfaldast

Bifreiðaeigendur láta olíufélögin, sem stunduðu ólögmætt samráð, gjalda þess með því að sniðganga þau í ríkum mæli. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir dagsölu félagsins hafa tuttugu og fimm faldast. Hann segir að síðastliðinn miðvikudag sé eins og það hafi orðið sprenging og síðan þá hafi verið nánast metsala á hverjum degi á bensínstöðvum fyrirtækisins í Kópavogi og Hafnarfirði. Dagssalan hafi verið næstum eins og salan hefur verið á mánuði fram að því.   Hugi telur að almenningur hafi verið þrumulostinn yfir tíðundunum af olíusamráðinu og því ekki tekið við sér fyrr en á miðvikudaginn. Hann lítur enn svo á að það séu aðeins tvö samkeppnisöfl á markaðnum. Þess er skammt að bíða að félagið láti taka skóflustungu að nýrri bensínstöð við Bústaðaveg í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×