Sport

Tryggvi hetja Örgryte

Tryggvi Guðmundsson var hetja sænska úrvalsdeildarliðsins Örgryte í gær þegar hann tryggði liðinu áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni. Tryggvi skoraði sigurmark og eina mark leiksins gegn Assyriska í seinni leik liðanna í umspili um sæti í úrvalsdeildinni þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma og það dugði því að Örgryte tapaði fyrri leiknum á heiamvelli Assyriska, 2-1, og komst því áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Tryggvi var kominn í byrjunarliðið á nýjan leik eftir að hafa verið tekinn út úr liðinu í fyrri leik liðanna á miðvikudaginn fyrir að gagnrýna þjálfunaraðferðir Finnans Jukka Ikäläinen og það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi svarað Finnanum á hárrrétan hátt. "Þetta var ótrúlegt, hreint frábært," sagði Tryggvi við sænska dagblaðið Aftonbladet eftir leikinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×