Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2024 19:36 Garðar Ingi Sindrason var með markahærri mönnum FH í kvöld. Vísir/Anton Brink FH mátti þola fjögurra marka tap gegn Sävehof ytra í Evrópudeild karla í handbolta, lokatölur 30-26. FH mætti með sjálfstraustið í lagi eftir frábæran fjögurra marka sigur á Svíunum í síðustu umferð H-riðils. Tapið í Kaplakrika var leikmönnum Sävehof því ofarlega í huga og engar líkur á vanmati í leik kvöldsins. Framan af leik má segja að þarna hafi stálin stinn mæst, liðin héldust í hendur allt þangað til það voru fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Staðan þá 13-13 en heimamenn skoruðu þrjú mörk í röð og voru því þremur mörkum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik tókst FH-ingum aldrei að vinna upp þennan þriggja marka mun þrátt fyrir að ná að minnka muninn niður í aðeins eitt mark um miðbik hálfleiksins. Á endanum fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 30-26. Gustaf Wedberg, Isak Jogvan Djurhuus Vedelsbøl og Oli Mittun voru markahæstir hjá Sävehof með fimm mörk hver. Símon Michael Guðjónsson var markahæstur hjá FH með sex mörk. Þar á eftir komu Garðar Ingi Sindrason, Jóhannes Berg Andrason og Jón Bjarni Ólafsson með fjögur mörk hver. Í markinu vörðu Daníel Freyr Andrésson og Birkir Fannar Bragason samtals níu skot. Í hinum leik kvöldsins i H-riðli vann franska liðið Toulouse lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach með eins marks mun, 31-30. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í liði Gummersbach. Guðjón Valur þegar Gummersbach sótti FH heim.Vísir/Anton Brink Staðan er svo þannig eftir fjórar umferðir að Gummersbach og Toulouse eru með sex stig þökk sé þremur sigrum og einu tapi á lið til þessa. Sävehof og FH eru svo með tvö stig eftir einn sigur en Hafnfirðingar sitja hins vegar á botninum sem stendur á markatölu. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
FH mætti með sjálfstraustið í lagi eftir frábæran fjögurra marka sigur á Svíunum í síðustu umferð H-riðils. Tapið í Kaplakrika var leikmönnum Sävehof því ofarlega í huga og engar líkur á vanmati í leik kvöldsins. Framan af leik má segja að þarna hafi stálin stinn mæst, liðin héldust í hendur allt þangað til það voru fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Staðan þá 13-13 en heimamenn skoruðu þrjú mörk í röð og voru því þremur mörkum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik tókst FH-ingum aldrei að vinna upp þennan þriggja marka mun þrátt fyrir að ná að minnka muninn niður í aðeins eitt mark um miðbik hálfleiksins. Á endanum fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 30-26. Gustaf Wedberg, Isak Jogvan Djurhuus Vedelsbøl og Oli Mittun voru markahæstir hjá Sävehof með fimm mörk hver. Símon Michael Guðjónsson var markahæstur hjá FH með sex mörk. Þar á eftir komu Garðar Ingi Sindrason, Jóhannes Berg Andrason og Jón Bjarni Ólafsson með fjögur mörk hver. Í markinu vörðu Daníel Freyr Andrésson og Birkir Fannar Bragason samtals níu skot. Í hinum leik kvöldsins i H-riðli vann franska liðið Toulouse lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach með eins marks mun, 31-30. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í liði Gummersbach. Guðjón Valur þegar Gummersbach sótti FH heim.Vísir/Anton Brink Staðan er svo þannig eftir fjórar umferðir að Gummersbach og Toulouse eru með sex stig þökk sé þremur sigrum og einu tapi á lið til þessa. Sävehof og FH eru svo með tvö stig eftir einn sigur en Hafnfirðingar sitja hins vegar á botninum sem stendur á markatölu.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira