Innlent

19 stiga hiti fyrir austan

Einstaklega hlýtt veður hefur verið um allt land um helgina. Á laugardaginn náði hitinn hæst 19 stigum á Seyðisfirði, en á höfuðborgarsvæðinu var hiti um 10 stig. Sérstaklega var hlýtt á stöðum norðaustantil á landinu og náði hitinn þar 18 stigum á þremur stöðum. Hér er þó ekki um einsdæmi að ræða á þessum árstíma þótt vissulega hafi það komið fólki í opna skjöldu. Þær upplýsingar fengust á Veðurstofu Íslands að hlýtt loft sem barst hingað úr suðri hafi valdið þessum hita og veður sem þetta fylgi oft vetrarhlákunum fyrir austan og þykir því ekki óvenjulegt. Enn eimir af þessu hlýja lofti næstu daga en á fimmtudag og föstudag er spáð kólnandi veðri. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi það mun vara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×