Innlent

Óvissa með veittar undanþágur

Óvíst er hvort undanþágur sem veittar hafa verið í verkfalli kennara gildi áfram verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld. Þórarna Jónasdóttir, fulltrúi Kennarasambandsins í undanþágunefnd, segir að hún þurfi álit lögfræðings á hvort undanþágurnar verði enn gildar eða hvort skólar þurfi að sækja um að nýju. Ekki sé tímabært að huga að því fyrr en talið hafi verið úr kjörkössunum og niðurstaðan sé ljós.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×