Afsökunarbeiðnirnar mismunandi 8. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafa nú öll beðist afsökunar á ólöglegu samráði félaganna um verðlagningu en gera það með býsna mismunandi hætti. Stjórn, stjórnendur og almennir starfsmenn olíufélagsins Essó harma þátt félagsins í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður, eins og það er orðað, og biðjast afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins í heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum í morgun. Fremstur á hópmynd í auglýsingunni er Hjörleifur Jakobsson forstjóri sem vann hjá Eimskipum meðan á samráðinu stóð. Athygli vekur að Essó notar ekki tækifærið til að kasta rýrð að vinnubrögðum Samkeppnisstofnunar í málinu, eins og Einar Benediktsson, forstjóri Olís, gerði í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær, án þess að rökstyðja það nánar. Hann ber því hins vegar við að þátttaka í opinberri umfjöllun núna gæti skaðað réttarstöðu Olís og einstaklinga á síðari stigum þannig að stjórnendur muni ekki tjá sig nánar að svo stöddu. Þegar tilkynning forstjóra Olís er skoðuð nánar, en hann var líka forstjóri á samráðstímabilinu, kemur í ljós að hann eyðir 21 orði í afsökunarbeiðnina, hundrað orðum meira - eða 121 orði - í gagnrýni á Samkppnisstofnun, og 37 orðum í að biðja félaginu griða almennings þar til málið hefur fengið umfjöllun í rétarkerfi landsins. Annar tónn er í yfirlýsingu frá Gunnari Karli Guðmundssyni, forstjóra Skeljungs, sem reyndar var aðstoðarforstjóri hluta samráðstímabilsins. Þar eru viðskiptavinir félagsins beðnir afsökunar á því sem miður fór á þessum árum og starfsfólk félagsins er beðið afsökunar á þeim óþægindum sem það hefur orðið fyrir upp á síðkastið vegna málsins, um leið og því er þakkað góð frammistaða og samstaða á þessum erfiðu tímum. Þarna biðja stjórnendur Skeljungs sem sagt hinn almenna starfsmann, sem engan þátt hefur átt í samráðinu, afsökunar á framferði fyrri eigenda félagsins en á það er að líta að núverandi eigendur eru allir nýir og tóku ekki þátt í samráðinu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafa nú öll beðist afsökunar á ólöglegu samráði félaganna um verðlagningu en gera það með býsna mismunandi hætti. Stjórn, stjórnendur og almennir starfsmenn olíufélagsins Essó harma þátt félagsins í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður, eins og það er orðað, og biðjast afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins í heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum í morgun. Fremstur á hópmynd í auglýsingunni er Hjörleifur Jakobsson forstjóri sem vann hjá Eimskipum meðan á samráðinu stóð. Athygli vekur að Essó notar ekki tækifærið til að kasta rýrð að vinnubrögðum Samkeppnisstofnunar í málinu, eins og Einar Benediktsson, forstjóri Olís, gerði í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær, án þess að rökstyðja það nánar. Hann ber því hins vegar við að þátttaka í opinberri umfjöllun núna gæti skaðað réttarstöðu Olís og einstaklinga á síðari stigum þannig að stjórnendur muni ekki tjá sig nánar að svo stöddu. Þegar tilkynning forstjóra Olís er skoðuð nánar, en hann var líka forstjóri á samráðstímabilinu, kemur í ljós að hann eyðir 21 orði í afsökunarbeiðnina, hundrað orðum meira - eða 121 orði - í gagnrýni á Samkppnisstofnun, og 37 orðum í að biðja félaginu griða almennings þar til málið hefur fengið umfjöllun í rétarkerfi landsins. Annar tónn er í yfirlýsingu frá Gunnari Karli Guðmundssyni, forstjóra Skeljungs, sem reyndar var aðstoðarforstjóri hluta samráðstímabilsins. Þar eru viðskiptavinir félagsins beðnir afsökunar á því sem miður fór á þessum árum og starfsfólk félagsins er beðið afsökunar á þeim óþægindum sem það hefur orðið fyrir upp á síðkastið vegna málsins, um leið og því er þakkað góð frammistaða og samstaða á þessum erfiðu tímum. Þarna biðja stjórnendur Skeljungs sem sagt hinn almenna starfsmann, sem engan þátt hefur átt í samráðinu, afsökunar á framferði fyrri eigenda félagsins en á það er að líta að núverandi eigendur eru allir nýir og tóku ekki þátt í samráðinu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira