Enn óvissa um Þórólf 9. nóvember 2004 00:01 Þótt allt útlit sé fyrir að Vinstri - grænir hafi ekki endurheimt traust sitt á Þórólfi Árnasyni er ekki hægt að gefa sér að hann hætti sem borgarstjóri R-listans á næstunni. Ný skoðanakönnun Gallups sýnir að íbúar Reykjavíkur skiptast í tvær fylkingar í afstöðunni til þess hvort Þórólfur eigi að fara eða vera, en samt ber meirihluti borgarbúa enn traust til hans og er ánægður með störf hans. Rúm vika er frá því að síðari hluti olíumálsins hófst þegar Samkeppnisstofnun skilaði endanlegri skýrslu um samráð olíufélaganna. Á þeim tíma sem liðinn er hafa grunnskólabörn í borginni farið aftur í skólann eftir sex vikna verkfall, notið kennslu í sex daga og farið svo aftur heim í verkfallsfrí. Svandís Svavarsdóttir, formaður félags Vinstri - grænna í Reykjavík, telur tímabært að borgarstjórnarflokkur R-listans snúi sér að öðru en að ræða hvort Þórólfur Árnason eigi að vera borgarstjóri eða ekki. Sérstaklega sé brýnt að ræða kennaraverkfallið. Henni finnst mál Þórólfs hafa tekið of langan tíma og nú þurfi vinnufrið til að fara að ræða það sem skipti máli. Svandís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun á því að Þórólfur eigi að víkja á þeim tíma sem honum var gefinn til að skýra sína hlið málsins, störf sín hjá Olíufélaginu Essó og þátttöku í samráðinu. Í kvöld verði félagsfundur hjá Vinstri - grænum og þá verði formleg afstaða flokksins í borginni ákveðin. Hún segir að það fólk sem hún hafi talað við hafi sömu afstöðu og það hafi haft hingað til og á því ekki von á breytingum í afstöðu flokksins. Málin verði þó að sjálfsögðu rædd vel og vandlega á fundinum í kvöld. Gallup kannaði afstöðu Reykvíkinga til borgarstjórans Þórólfs Árnasonar dagana 5.-8. nóvember. Ríflega 670 manns tóku þátt í könnuninni en úrtakið var eitt þúsund Reykvíkingar á aldrinum 18-75 ára, valdir af tilviljun úr þjóðskrá. Spurt var hvort fólk vildi að Þórólfur sæti áfram sem borgarstjóri eða segði af sér. Við því svaraði helmingur svarenda já en helmingur nei. Þá var spurt hvort fólk væri ánægt með störf Þórólfs í borginni. Tæplega 77 prósent sögðu já, tæp 7 prósent sögðu nei og tæplega 16,5 prósent vildu ekki taka afstöðu. Gallup hefur tvisvar áður beðið Reykvíkinga um að svara þessari spurningu; fyrst í september árið 2003 eftir mikla umræðu um frumskýrslu olíufélaganna það sumar. Ánægja borgarbúa með Þórólf hefur vaxið jafnt með hverri könnun. Að lokum var spurt hversu mikið traust fólk bæri til Þórólfs Árnasonar. Rúmlega 56 prósent segjast bera mikið traust til hans eða töluvert fleiri en telja hann eiga að vera áfram í embætti. 23 prósent aðspurðra bera lítið traust til Þórólfs en rúmur fimmtungur ber hvorki lítið né mikið traust til hans. Elsti hópurinn ber áberandi mest traust til Þórólfs. Erfiðlega hefur gengið að ná tali af borgarfulltrúum R-listans í dag, svo sem eins og aðra daga sem mál þetta hefur verið til umræðu. Heimildir fréttastofu herma að framsóknarmenn séu enn reiðubúnir að styðja Þórólf til áframhaldandi setu í stóli borgarstjóra. Samfylkingarmenn séu á báðum áttum en miklu þykir skipta að Ingibjörg Sólrún sé ekki reiðubúin að beita sér gegn honum. Þá hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður borgarstjórnar, sem kemur úr röðum Vinstri - grænna og hefur lýst því yfir að hann beri ekki fullt traust til Þórólfs, nú látið hafa eftir sér í Fréttablaðinu að hann hafi aldrei sagt að Þórólfur ætti að hætta. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Þótt allt útlit sé fyrir að Vinstri - grænir hafi ekki endurheimt traust sitt á Þórólfi Árnasyni er ekki hægt að gefa sér að hann hætti sem borgarstjóri R-listans á næstunni. Ný skoðanakönnun Gallups sýnir að íbúar Reykjavíkur skiptast í tvær fylkingar í afstöðunni til þess hvort Þórólfur eigi að fara eða vera, en samt ber meirihluti borgarbúa enn traust til hans og er ánægður með störf hans. Rúm vika er frá því að síðari hluti olíumálsins hófst þegar Samkeppnisstofnun skilaði endanlegri skýrslu um samráð olíufélaganna. Á þeim tíma sem liðinn er hafa grunnskólabörn í borginni farið aftur í skólann eftir sex vikna verkfall, notið kennslu í sex daga og farið svo aftur heim í verkfallsfrí. Svandís Svavarsdóttir, formaður félags Vinstri - grænna í Reykjavík, telur tímabært að borgarstjórnarflokkur R-listans snúi sér að öðru en að ræða hvort Þórólfur Árnason eigi að vera borgarstjóri eða ekki. Sérstaklega sé brýnt að ræða kennaraverkfallið. Henni finnst mál Þórólfs hafa tekið of langan tíma og nú þurfi vinnufrið til að fara að ræða það sem skipti máli. Svandís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun á því að Þórólfur eigi að víkja á þeim tíma sem honum var gefinn til að skýra sína hlið málsins, störf sín hjá Olíufélaginu Essó og þátttöku í samráðinu. Í kvöld verði félagsfundur hjá Vinstri - grænum og þá verði formleg afstaða flokksins í borginni ákveðin. Hún segir að það fólk sem hún hafi talað við hafi sömu afstöðu og það hafi haft hingað til og á því ekki von á breytingum í afstöðu flokksins. Málin verði þó að sjálfsögðu rædd vel og vandlega á fundinum í kvöld. Gallup kannaði afstöðu Reykvíkinga til borgarstjórans Þórólfs Árnasonar dagana 5.-8. nóvember. Ríflega 670 manns tóku þátt í könnuninni en úrtakið var eitt þúsund Reykvíkingar á aldrinum 18-75 ára, valdir af tilviljun úr þjóðskrá. Spurt var hvort fólk vildi að Þórólfur sæti áfram sem borgarstjóri eða segði af sér. Við því svaraði helmingur svarenda já en helmingur nei. Þá var spurt hvort fólk væri ánægt með störf Þórólfs í borginni. Tæplega 77 prósent sögðu já, tæp 7 prósent sögðu nei og tæplega 16,5 prósent vildu ekki taka afstöðu. Gallup hefur tvisvar áður beðið Reykvíkinga um að svara þessari spurningu; fyrst í september árið 2003 eftir mikla umræðu um frumskýrslu olíufélaganna það sumar. Ánægja borgarbúa með Þórólf hefur vaxið jafnt með hverri könnun. Að lokum var spurt hversu mikið traust fólk bæri til Þórólfs Árnasonar. Rúmlega 56 prósent segjast bera mikið traust til hans eða töluvert fleiri en telja hann eiga að vera áfram í embætti. 23 prósent aðspurðra bera lítið traust til Þórólfs en rúmur fimmtungur ber hvorki lítið né mikið traust til hans. Elsti hópurinn ber áberandi mest traust til Þórólfs. Erfiðlega hefur gengið að ná tali af borgarfulltrúum R-listans í dag, svo sem eins og aðra daga sem mál þetta hefur verið til umræðu. Heimildir fréttastofu herma að framsóknarmenn séu enn reiðubúnir að styðja Þórólf til áframhaldandi setu í stóli borgarstjóra. Samfylkingarmenn séu á báðum áttum en miklu þykir skipta að Ingibjörg Sólrún sé ekki reiðubúin að beita sér gegn honum. Þá hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður borgarstjórnar, sem kemur úr röðum Vinstri - grænna og hefur lýst því yfir að hann beri ekki fullt traust til Þórólfs, nú látið hafa eftir sér í Fréttablaðinu að hann hafi aldrei sagt að Þórólfur ætti að hætta.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira