Thomas hættir í stjórn Símans 9. nóvember 2004 00:01 Thomas Möller hefur ákveðið að segja sig úr stjórn Símans. Í tilkynningu sem birt var á vef Kauphallar Íslands segir að hann hafi ákveðið að segja sig úr stjórninni í framhaldi af ákvörðun Samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Thomas var framkvæmdastjóri markaðssviðs Olís og kemur ítrekað við sögu í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Thomas var í mars 2002 skipaður í stjórn Símans en í ágúst í fyrra ákvað hann að segja sig úr stjórninni á meðan rannsókn Samkeppnisyfirvalda á samráði olíufélaganna fór fram. Geir Haarde fjármálaráðherra skipaði hann hins vegar aftur í stjórnina á þessu ári. Í tilkynningunni segir orðrétt: Ég undirritaður hef í dag tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórn Landssíma Íslands hf. Ákvörðun mín er tekin að vel íhuguð máli í kjölfar ákvörðunar Samkeppnisráðs um málefni olíufélaganna. Ég starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og síðar markaðssviðs hjá Olís til aprilmánaðar ársins 2002.Í ágúst á síðasta ári ákvað ég að víkja sæti í stjórn Landssíma Íslands hf. á meðan rannsókn á meintu samráði olíufélaganna stóð yfir. Nú þegar ákvörðun Samkeppnisráðs liggur fyrir hef ég ákveðið að segja mig úr stjórninni.Eins og ég hef gert áður í blaðaviðtali og ítreka nú, biðst ég afsökunar á aðkomu minni að þessu máli og vona að með því að stíga til hliðar takist mér að koma í veg fyrir að órói skapist um störf mín í stjórn Landssímans svo og að koma í veg fyrir að málið skaði Símann. Ég óska samstarfsfólki mínu í stjórn Landssímans áframhaldandi góðra starfa og fyrirtækinu óska ég velgengni í framtíðinni.Jafnframt upplýsist það hér með að ég mun ljúka störfum mínum sem stjórnarformaður Iceland Naturally landkynningarverkefnisins um áramótin og mun ég ekki sækjast eftir áframhaldandi stjórnarformennsku í því mikilvæga og merka verkefni.virðingarfyllstThomas Möller, Verkfræðingur Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Thomas Möller hefur ákveðið að segja sig úr stjórn Símans. Í tilkynningu sem birt var á vef Kauphallar Íslands segir að hann hafi ákveðið að segja sig úr stjórninni í framhaldi af ákvörðun Samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Thomas var framkvæmdastjóri markaðssviðs Olís og kemur ítrekað við sögu í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Thomas var í mars 2002 skipaður í stjórn Símans en í ágúst í fyrra ákvað hann að segja sig úr stjórninni á meðan rannsókn Samkeppnisyfirvalda á samráði olíufélaganna fór fram. Geir Haarde fjármálaráðherra skipaði hann hins vegar aftur í stjórnina á þessu ári. Í tilkynningunni segir orðrétt: Ég undirritaður hef í dag tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórn Landssíma Íslands hf. Ákvörðun mín er tekin að vel íhuguð máli í kjölfar ákvörðunar Samkeppnisráðs um málefni olíufélaganna. Ég starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og síðar markaðssviðs hjá Olís til aprilmánaðar ársins 2002.Í ágúst á síðasta ári ákvað ég að víkja sæti í stjórn Landssíma Íslands hf. á meðan rannsókn á meintu samráði olíufélaganna stóð yfir. Nú þegar ákvörðun Samkeppnisráðs liggur fyrir hef ég ákveðið að segja mig úr stjórninni.Eins og ég hef gert áður í blaðaviðtali og ítreka nú, biðst ég afsökunar á aðkomu minni að þessu máli og vona að með því að stíga til hliðar takist mér að koma í veg fyrir að órói skapist um störf mín í stjórn Landssímans svo og að koma í veg fyrir að málið skaði Símann. Ég óska samstarfsfólki mínu í stjórn Landssímans áframhaldandi góðra starfa og fyrirtækinu óska ég velgengni í framtíðinni.Jafnframt upplýsist það hér með að ég mun ljúka störfum mínum sem stjórnarformaður Iceland Naturally landkynningarverkefnisins um áramótin og mun ég ekki sækjast eftir áframhaldandi stjórnarformennsku í því mikilvæga og merka verkefni.virðingarfyllstThomas Möller, Verkfræðingur
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira