Fyrrum forstjóri SÍF fyrir dómi 9. nóvember 2004 00:01 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Erni Kristjánssyni, fyrrverandi endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna og fyrrum forstjóra SÍF, fór fram í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrr á árinu var framkvæmdastjóri sjóðsins dæmdur til refsingar fyrir stórfelldan fjárdrátt og er Gunnar Örn sakaður um refsiverða vanrækslu í starfi sínu sem endurskoðandi. Ekki er þó sjálfgefið að Gunnar verði sakfelldur fyrir brot sín en hann hefur staðfastlega neitað því að hafa hafst nokkuð rangt að. Tryggingasjóðurinn tæmdur Tryggingasjóður lækna var stofnsettur á fimmta áratugnum. Síðla árs 2002 kom í ljós að 80 milljónir króna vantaði í sjóðinn og játaði framkvæmdastjóri hans að hafa dregið sér stærstan hluta fjárins síðustu tíu árin á undan. Ákveðið var snemma árs 2003 að leysa sjóðinn upp enda rekstrarforsendur hans með öllu brostnar. Margir læknar hafa orðið fyrir verulegum lífeyrisskerðingum vegna sjóðþurrðarinnar. Síðastliðið sumar var Lárus dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistarf fyrir fjárdrátt og bókhaldssvik. Auk þess sem honum var gert að greiða til baka rúmar 47,5 milljónir króna til viðbótar við þær 27,6 milljónir sem hann var þegar búinn endurgreiða. Í maí var Gunnar Örn hins vegar ákærður fyrir alvarlega vanrækslu í starfi sínu sem löggiltur endurskoðandi. Eftir endurskoðun fyrir árin 1992-2000 veitti hann ársreikningum sjóðsins áritun án fyrirvara og með yfirlýsingu um að þeir gæfu glögga mynd af efnahag og breytingu á eign sjóðsins án þess að hafa aflað fullnægjandi gagna. Gunnar Örn hætti óvænt störfum hjá SÍF snemma á þessu ári en starfslokasamningur hans kveður á um að hann haldi fullum launum fram á mitt árið 2007. Sakborningur bítur frá sér Við réttarhaldið í gær lýsti Gunnar Örn því hvernig hann hefði grunlaus endurskoðað bókhald Tryggingasjóðsins í öll þessi ár. Hann benti á að ársuppgjör og bókhald hefði verið unnið af framkvæmdastjóranum Lárusi Halldórssyni og ársreikningur undirritaður af stjórn sjóðsins áður en sér hefði borist hann í hendur. Saksóknari sótti nokkuð að Gunnari fyrir að hafa ekki kannað gögn sjóðsins á nægilega sjálfstæðan hátt. Gunnar svaraði af fullum krafti og sagðist hafa farið ofan í saumana á bókhaldinu á nákvæmari hátt en almennt er gert, til dæmis með því að skoða allar eignir og öll ný skuldabréf sjóðfélaga. Þessu til viðbótar sagðist Gunnar hafa tekið stikkprufur af iðgjaldagreiðslum sjóðfélaga en saksóknari benti á að Gunnar hefði í lögregluyfirheyrslum sagt að hann hefði ekki kannað þetta. Því vísaði Gunnar á bug, saksóknara til nokkurrar undrunar. Hvorki deilt um félagsskap né falsanir Ekkert bendir til að að Gunnar hafi hagnast á brotum Lárusar og því hefur getum verið að því leitt að meint yfirsjón Gunnars hafi stafað af vinarþeli hans í garð Lárusar. Gunnar sagði þá Lárus hvorki vini né kunningja og að þeir hefði engin persónuleg samskipti haft utan vinnu. Lárus staðfesti þetta við réttarhaldið í gær enda þótt hann hefði sagt við yfirheyrslur að Gunnar hefði áritað reikningana vegna gamallar vináttu. En hvernig stóð þá á því að Gunnari Erni yfirsást að tugir milljóna vantaði í sjóðina? Það var útskýrt með því að í krafti endurskoðandamenntunar sinnar hefði Lárusi tekist að fela fjárdráttinn svo vandlega að Gunnari var ókleift að koma auga á hann. Þannig voru verðbréfalistar falsaðir, ávöxtun ýkt svo um munaði og hafði Lárus meira að segja fengið spariskírteini að láni frá öðrum, breytt nafninu á þeim og sýnt Gunnari ljósritin. Þetta játaði Lárus greiðlega við vitnaleiðslurnar í gær. Vitni gerð ótrúverðug Ákæruvaldið kallaði nokkur vitni til réttarhaldsins í gær, meðal annars sérfræðinga frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og Árna Tómasson, endurskoðanda og fyrrverandi bankastjóra Búnaðarbankans. Sérfræðingarnir frá Grant Thornton sögðu að augljóst að fiktað hefði verið við bókhaldsgögn og ef endurskoðandi sjóðsins hefði leitað gagna frá þriðja aðila hefði hann getað komið auga á misræmið. Verjandi Gunnars Arnar, Kristinn Bjarnason hrl., gagnrýndi sérfræðinga Grant Thornton aftur á móti fyrir að hafa eingöngu stuðst við vinnugögn Gunnars Arnar í rannsókn sinni. Þar fyrir utan hefði fyrirtækið unnið ársreikning fyrir Tryggingasjóð lækna nokkrum misserum áður þannig að hlutleysi þess mætti draga í efa. Árni Tómasson, sem var ríkislögreglustjóra til ráðgjafar í málinu, hafði áður lýst því yfir að hann teldi að rétt væri að láta reyna á ábyrgð endurskoðanda Tryggingsjóðs lækna þar sem að svo virtist að hann hefði ekki fylgt góðri endurskoðendavenju. Verjandi Gunnars átaldi aftur á móti Árna fyrir að hafa eingöngu lesið gögn ríkislögreglustjóra við vinnu sína en ekki litið á vinnugögn Gunnars. Auk þess freistaði hann að draga trúverðugleika vitnisins í efa með því að benda á að dóttir Árna væri tengdadóttir læknis sem ætti í málaferlum við Tryggingasjóð lækna vegna skerðingar á lífeyrisréttindum. Fordæmi fyrir sakfellingu Búast má við að dómur í málinu verði kveðinn upp innan tíðar og verður forvitnilegt að sjá hvort Gunnar Örn Kristjánsson verður sakfelldur fyrir meint afglöp sín eður ei. Ekki eru mörg dæmi um að endurskoðendur séu látnir sæta ábyrgð vegna fjárdráttar starfsmanna þeirra fyrirtækja sem þeir skoða. Þó var endurskoðunarskrifstofan PricewaterhouseCoopers sakfelld í Hæstarétti vegna fjárdráttar gjaldkera Nathans og Olsen fyrir nokkrum árum síðan þannig að fordæmin eru vissulega fyrir hendi. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Erni Kristjánssyni, fyrrverandi endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna og fyrrum forstjóra SÍF, fór fram í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrr á árinu var framkvæmdastjóri sjóðsins dæmdur til refsingar fyrir stórfelldan fjárdrátt og er Gunnar Örn sakaður um refsiverða vanrækslu í starfi sínu sem endurskoðandi. Ekki er þó sjálfgefið að Gunnar verði sakfelldur fyrir brot sín en hann hefur staðfastlega neitað því að hafa hafst nokkuð rangt að. Tryggingasjóðurinn tæmdur Tryggingasjóður lækna var stofnsettur á fimmta áratugnum. Síðla árs 2002 kom í ljós að 80 milljónir króna vantaði í sjóðinn og játaði framkvæmdastjóri hans að hafa dregið sér stærstan hluta fjárins síðustu tíu árin á undan. Ákveðið var snemma árs 2003 að leysa sjóðinn upp enda rekstrarforsendur hans með öllu brostnar. Margir læknar hafa orðið fyrir verulegum lífeyrisskerðingum vegna sjóðþurrðarinnar. Síðastliðið sumar var Lárus dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistarf fyrir fjárdrátt og bókhaldssvik. Auk þess sem honum var gert að greiða til baka rúmar 47,5 milljónir króna til viðbótar við þær 27,6 milljónir sem hann var þegar búinn endurgreiða. Í maí var Gunnar Örn hins vegar ákærður fyrir alvarlega vanrækslu í starfi sínu sem löggiltur endurskoðandi. Eftir endurskoðun fyrir árin 1992-2000 veitti hann ársreikningum sjóðsins áritun án fyrirvara og með yfirlýsingu um að þeir gæfu glögga mynd af efnahag og breytingu á eign sjóðsins án þess að hafa aflað fullnægjandi gagna. Gunnar Örn hætti óvænt störfum hjá SÍF snemma á þessu ári en starfslokasamningur hans kveður á um að hann haldi fullum launum fram á mitt árið 2007. Sakborningur bítur frá sér Við réttarhaldið í gær lýsti Gunnar Örn því hvernig hann hefði grunlaus endurskoðað bókhald Tryggingasjóðsins í öll þessi ár. Hann benti á að ársuppgjör og bókhald hefði verið unnið af framkvæmdastjóranum Lárusi Halldórssyni og ársreikningur undirritaður af stjórn sjóðsins áður en sér hefði borist hann í hendur. Saksóknari sótti nokkuð að Gunnari fyrir að hafa ekki kannað gögn sjóðsins á nægilega sjálfstæðan hátt. Gunnar svaraði af fullum krafti og sagðist hafa farið ofan í saumana á bókhaldinu á nákvæmari hátt en almennt er gert, til dæmis með því að skoða allar eignir og öll ný skuldabréf sjóðfélaga. Þessu til viðbótar sagðist Gunnar hafa tekið stikkprufur af iðgjaldagreiðslum sjóðfélaga en saksóknari benti á að Gunnar hefði í lögregluyfirheyrslum sagt að hann hefði ekki kannað þetta. Því vísaði Gunnar á bug, saksóknara til nokkurrar undrunar. Hvorki deilt um félagsskap né falsanir Ekkert bendir til að að Gunnar hafi hagnast á brotum Lárusar og því hefur getum verið að því leitt að meint yfirsjón Gunnars hafi stafað af vinarþeli hans í garð Lárusar. Gunnar sagði þá Lárus hvorki vini né kunningja og að þeir hefði engin persónuleg samskipti haft utan vinnu. Lárus staðfesti þetta við réttarhaldið í gær enda þótt hann hefði sagt við yfirheyrslur að Gunnar hefði áritað reikningana vegna gamallar vináttu. En hvernig stóð þá á því að Gunnari Erni yfirsást að tugir milljóna vantaði í sjóðina? Það var útskýrt með því að í krafti endurskoðandamenntunar sinnar hefði Lárusi tekist að fela fjárdráttinn svo vandlega að Gunnari var ókleift að koma auga á hann. Þannig voru verðbréfalistar falsaðir, ávöxtun ýkt svo um munaði og hafði Lárus meira að segja fengið spariskírteini að láni frá öðrum, breytt nafninu á þeim og sýnt Gunnari ljósritin. Þetta játaði Lárus greiðlega við vitnaleiðslurnar í gær. Vitni gerð ótrúverðug Ákæruvaldið kallaði nokkur vitni til réttarhaldsins í gær, meðal annars sérfræðinga frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og Árna Tómasson, endurskoðanda og fyrrverandi bankastjóra Búnaðarbankans. Sérfræðingarnir frá Grant Thornton sögðu að augljóst að fiktað hefði verið við bókhaldsgögn og ef endurskoðandi sjóðsins hefði leitað gagna frá þriðja aðila hefði hann getað komið auga á misræmið. Verjandi Gunnars Arnar, Kristinn Bjarnason hrl., gagnrýndi sérfræðinga Grant Thornton aftur á móti fyrir að hafa eingöngu stuðst við vinnugögn Gunnars Arnar í rannsókn sinni. Þar fyrir utan hefði fyrirtækið unnið ársreikning fyrir Tryggingasjóð lækna nokkrum misserum áður þannig að hlutleysi þess mætti draga í efa. Árni Tómasson, sem var ríkislögreglustjóra til ráðgjafar í málinu, hafði áður lýst því yfir að hann teldi að rétt væri að láta reyna á ábyrgð endurskoðanda Tryggingsjóðs lækna þar sem að svo virtist að hann hefði ekki fylgt góðri endurskoðendavenju. Verjandi Gunnars átaldi aftur á móti Árna fyrir að hafa eingöngu lesið gögn ríkislögreglustjóra við vinnu sína en ekki litið á vinnugögn Gunnars. Auk þess freistaði hann að draga trúverðugleika vitnisins í efa með því að benda á að dóttir Árna væri tengdadóttir læknis sem ætti í málaferlum við Tryggingasjóð lækna vegna skerðingar á lífeyrisréttindum. Fordæmi fyrir sakfellingu Búast má við að dómur í málinu verði kveðinn upp innan tíðar og verður forvitnilegt að sjá hvort Gunnar Örn Kristjánsson verður sakfelldur fyrir meint afglöp sín eður ei. Ekki eru mörg dæmi um að endurskoðendur séu látnir sæta ábyrgð vegna fjárdráttar starfsmanna þeirra fyrirtækja sem þeir skoða. Þó var endurskoðunarskrifstofan PricewaterhouseCoopers sakfelld í Hæstarétti vegna fjárdráttar gjaldkera Nathans og Olsen fyrir nokkrum árum síðan þannig að fordæmin eru vissulega fyrir hendi.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira