Innlent

Kristinn hætti í stjórn Straums

Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hætti sem stjórnarformaður fjárfestingarbankans Straums í gær, vegna opinberrar umræðu um meint samráð olíufélaganna. Með þessu segist Kristinn gæta hagsmuna Straums og koma í veg fyrir að bankinn blandist í umræðu sem sé bankanum algerlega óviðkomandi. Talið hefur verið hugsanlegt að seta Kristins í stjórninni bryti í bága við lög um fjármálafyrirtæki vegna niðurstöðu samkeppnisráðs um aðild hans að verðsamráði olíufélaganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×