Þórólfur hættir 30. nóvember 9. nóvember 2004 00:01 Þórólfur Árnason mun hætta sem borgarstjóri 30. nóvember. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á sjöunda tímanum og sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki. Þetta eru vissulega tíðindi þótt ekki sé hægt að tala um að ákvörðun hans komi algerlega á óvart. Það hefur verið fátítt á Íslandi að háttsettir embættismenn segi af sér embætti vegna pólitískra álitamála. Í yfirlýsingu Þórólfs segir orðrétt: Undanfarna daga hef ég ásamt borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans farið yfir stöðu mála. Við tókum sameiginlega ákvörðun, að ég fengi tækifæri til að skýra sjónarmið mín vegna niðurstöðu samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Það var mér nauðsynlegt að verja heiður minn og Reykjavíkurlistanum nauðsynlegt að stilla saman strengi sína. Ég hef frá upphafi komið hreint fram varðandi störf mín fyrir Olíufélagið. Ég hef útskýrt minn þátt. Ég hef unnið eftir fremsta megni að upplýsa þessi mál. Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla samkeppnistofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári.Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Það er mér mikils virði að borgarbúar eru ánægðir með störf mín í þágu borgarinnar og ég virðist njóta mikils traust sem borgarstjóri. Það hefur einnig komið fram að ekki ber neinn skugga á samstarf mitt við borgarfulltrúa og borgarstarfsmenn í störfum fyrir Reykjavíkurborg. Skoðanir eru hins vegar skiptar á meðal borgarbúa hvort ég eigi að gegna störfum sem borgarstjóri við núverandi aðstæður. Í því ljósi finnst mér mikilvægt að störf mín í almannaþágu litist ekki af þessum málum. Eða að þau hafi áhrif á framtíð og gengi Reykjavíkurlistans og Reykjavíkurborgar.Á undanförnum dögum hef ég fundið fyrir ótrúlegri hvatningu fjölda fólks. Og ég met mikils þann mikla stuðning sem mér hefur hlotnast. Ég veit að margir munu vera ósáttir við þá ákvörðun sem ég hef tekið. Þá ákvörðun verð ég að taka sjálfur og það er mitt mat að hún er best fyrir Reykjavíkurlistann og mig sjálfan.Ég var beðinn um að taka að mér starf borgarstjóra fyrir tæpum tveimur árum og bar það skjótt að eins og flestir vita. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri sem mér gafst til að gegna störfum í almannaþágu og láta gott að mér leiða. Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú, að mér þótti vænt um Reykjavíkurlistann og það sem hann stendur fyrir.Ég stend upp úr stóli borgarstjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann. Það er sameiginleg niðurstaða mín og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um það, að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavíkurlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum. Eftir að hafa lesið yfirlýsinguna gaf Þórólfur færi á nokkrum spurningum. Aðspurður hvort honum finndist ekki að verið væri að bola honum úr starfi sagði Þórólfur að honum finndist að hann væri fyrst og fremst að hugsa um framtíð R-listans og heiður sinn í samhengi. Þórólfur sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki að hann viki úr starfinu. Hann sagði að R-listinn myndi leiða til lykta mjög fljótlega hver tæki við af honum. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Þórólfur Árnason mun hætta sem borgarstjóri 30. nóvember. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á sjöunda tímanum og sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki. Þetta eru vissulega tíðindi þótt ekki sé hægt að tala um að ákvörðun hans komi algerlega á óvart. Það hefur verið fátítt á Íslandi að háttsettir embættismenn segi af sér embætti vegna pólitískra álitamála. Í yfirlýsingu Þórólfs segir orðrétt: Undanfarna daga hef ég ásamt borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans farið yfir stöðu mála. Við tókum sameiginlega ákvörðun, að ég fengi tækifæri til að skýra sjónarmið mín vegna niðurstöðu samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Það var mér nauðsynlegt að verja heiður minn og Reykjavíkurlistanum nauðsynlegt að stilla saman strengi sína. Ég hef frá upphafi komið hreint fram varðandi störf mín fyrir Olíufélagið. Ég hef útskýrt minn þátt. Ég hef unnið eftir fremsta megni að upplýsa þessi mál. Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla samkeppnistofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári.Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Það er mér mikils virði að borgarbúar eru ánægðir með störf mín í þágu borgarinnar og ég virðist njóta mikils traust sem borgarstjóri. Það hefur einnig komið fram að ekki ber neinn skugga á samstarf mitt við borgarfulltrúa og borgarstarfsmenn í störfum fyrir Reykjavíkurborg. Skoðanir eru hins vegar skiptar á meðal borgarbúa hvort ég eigi að gegna störfum sem borgarstjóri við núverandi aðstæður. Í því ljósi finnst mér mikilvægt að störf mín í almannaþágu litist ekki af þessum málum. Eða að þau hafi áhrif á framtíð og gengi Reykjavíkurlistans og Reykjavíkurborgar.Á undanförnum dögum hef ég fundið fyrir ótrúlegri hvatningu fjölda fólks. Og ég met mikils þann mikla stuðning sem mér hefur hlotnast. Ég veit að margir munu vera ósáttir við þá ákvörðun sem ég hef tekið. Þá ákvörðun verð ég að taka sjálfur og það er mitt mat að hún er best fyrir Reykjavíkurlistann og mig sjálfan.Ég var beðinn um að taka að mér starf borgarstjóra fyrir tæpum tveimur árum og bar það skjótt að eins og flestir vita. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri sem mér gafst til að gegna störfum í almannaþágu og láta gott að mér leiða. Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú, að mér þótti vænt um Reykjavíkurlistann og það sem hann stendur fyrir.Ég stend upp úr stóli borgarstjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann. Það er sameiginleg niðurstaða mín og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um það, að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavíkurlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum. Eftir að hafa lesið yfirlýsinguna gaf Þórólfur færi á nokkrum spurningum. Aðspurður hvort honum finndist ekki að verið væri að bola honum úr starfi sagði Þórólfur að honum finndist að hann væri fyrst og fremst að hugsa um framtíð R-listans og heiður sinn í samhengi. Þórólfur sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki að hann viki úr starfinu. Hann sagði að R-listinn myndi leiða til lykta mjög fljótlega hver tæki við af honum.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira