Steinunn Valdís Óskarsdóttir verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi R-listans í Ráðhúsinu rétt í þessu.
Steinunn er 39 ára að aldri, gift Ólafi Haraldssyni hönnuði og eiga þau eina dóttur. Hún lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands fyrir tólf árum og var formaður Stúdentaráðs á sama tíma. Eftir útskrift starfaði Steinunn hjá rannsóknarstofu í kvennafræðum og var framkvæmdastjóri Hallveigarstaða. Hún er ein af stofnendum Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks, og hefur beitt sér í nokkuð í jafnréttismálum. Steinunn hefur setið í stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og gengt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Reykjavíkurborg, enda með þeim sem hafa setið hvað lengst sem borgarfulltrúar eða tíu ár Hún var fyrsti ritari Samfykingarinnar og sat þar í framkvæmdastjórn. Hún er formaður skipulags- og bygginganefndar borgarinnar.
Steinunn verður sextándi borgarstjóri Reykjavíkurborgar.
Steinunn Valdís borgarstjóri
Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Ofbýður hvað Reykjavík er ljót
Innlent








Diljá Mist boðar til fundar
Innlent