Steinunn Valdís borgarstjóri 10. nóvember 2004 00:01 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi var í gær einróma kosin borgarstjóri á fundi borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans eftir mikil átök foringja listans um hver yrði arftaki Þórólfs Árnasonar. "Ég finn fyrst og fremst til auðmýktar gagnvart þessu mikla verkefni. Embætti borgarstjóra er mun stærra en ég sem persóna" sagði Steinunn Valdís í gærkvöldi. Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, skýrði frá vali Steinunnar Valdísar á blaðamannafundi síðdegis í gær. "Steinunn Valdís er Reykjavíkur-listakona í húð og hár. " sagði Stefán Jón þegar hann skýrði frá því að hún yrði borgarstjóri. Steinunn Valdís er 39 ára gömul, sagnfræðingur að mennt og hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá upphafi eða 1994. Hún er formaður skipulags- og byggingarnefndar og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Steinunn var kjörin eftir mikil átök innan R-listans. Samstaða allra borgarfulltrúa meirihlutans virðist hafa náðst um Dag B. Eggertsson þegar flokksforysta Framsóknar greip í taumana. Dagur óskaði Steinunni til hamingju í gær: "Niðurstaðan varð sú að breiðari samstaða náðist um Steinunni innan flokkanna sem að R-listanum standa". Steinunn Valdís er fædd í Reykjavík þann 7. apríl 1965. Maður hennar er Ólafur Haraldsson hönnuður. Hún á eina dóttur. Steinunn útskrifaðist með sagnfræðipróf frá Háskóla Íslands 1992 og var formaður Stúdentaráðs frá 1991 til 1992. Hún er einn af stofnendum Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Steinunn hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá 1994. Sem slíkur hefur hún verið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar af formaður frá 1997 til 1999. Þá hefur hún verið formaður Skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, situr í stjórn Sambands íslenskra kvenna, stjórn Skipulagssjóðs og verið fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í jafnréttisráði. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi var í gær einróma kosin borgarstjóri á fundi borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans eftir mikil átök foringja listans um hver yrði arftaki Þórólfs Árnasonar. "Ég finn fyrst og fremst til auðmýktar gagnvart þessu mikla verkefni. Embætti borgarstjóra er mun stærra en ég sem persóna" sagði Steinunn Valdís í gærkvöldi. Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, skýrði frá vali Steinunnar Valdísar á blaðamannafundi síðdegis í gær. "Steinunn Valdís er Reykjavíkur-listakona í húð og hár. " sagði Stefán Jón þegar hann skýrði frá því að hún yrði borgarstjóri. Steinunn Valdís er 39 ára gömul, sagnfræðingur að mennt og hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá upphafi eða 1994. Hún er formaður skipulags- og byggingarnefndar og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Steinunn var kjörin eftir mikil átök innan R-listans. Samstaða allra borgarfulltrúa meirihlutans virðist hafa náðst um Dag B. Eggertsson þegar flokksforysta Framsóknar greip í taumana. Dagur óskaði Steinunni til hamingju í gær: "Niðurstaðan varð sú að breiðari samstaða náðist um Steinunni innan flokkanna sem að R-listanum standa". Steinunn Valdís er fædd í Reykjavík þann 7. apríl 1965. Maður hennar er Ólafur Haraldsson hönnuður. Hún á eina dóttur. Steinunn útskrifaðist með sagnfræðipróf frá Háskóla Íslands 1992 og var formaður Stúdentaráðs frá 1991 til 1992. Hún er einn af stofnendum Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Steinunn hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá 1994. Sem slíkur hefur hún verið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar af formaður frá 1997 til 1999. Þá hefur hún verið formaður Skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, situr í stjórn Sambands íslenskra kvenna, stjórn Skipulagssjóðs og verið fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í jafnréttisráði.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira