Innlent

ASÍ á móti lagasetningu

Alþýðusamband Íslands er algerlega á móti lagasetningu á kennaraverkfallið. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við fréttastofu að það hafi sýnt sig að eftirmál lagasetninga á vinnudeilur séu verri en allir aðrir kostir. Þetta þekki sambandið vel í tengslum við kjaradeilu sjómanna. Grétar sagði auðvitað ljóst að deilan væri í sjálfheldu og staðan alvarleg. Það breytti hins vegar engu um að það væri skylda og ábyrgð deilenda að klára sín mál - sín á milli. Forsætisráðherra sagðist ekki koma auga á aðra lausn á deilunni en lagasetningu eftir fund með fulltrúum deilenda í morgun. Hægt er að hlusta á brot úr viðtali við ráðherra sem tekið var eftir fundinn með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×