Greiddu fyrir vegtyllurnar 12. nóvember 2004 00:01 Unnur Stefánsdóttir, gjaldkeri Framsóknarflokksins áranna 1992 til 2000, setti sig í samband við alla framsóknarmenn sem beint eða óbeint voru í starfi á vegum flokksins og óskaði eftir því að þeir greiddu ákveðna upphæð mánaðarlega. Venjulega var miðað við 5.000 krónur á mánuði en greiðslurnar gátu farið allt niður í 400 krónur, sérstaklega ef um stöður með lægri launum var að ræða. Þetta var gert með samþykki og í samstarfi við formanninn Halldór Ásgrímsson. Unnur segir að innheimtan hafi verið erfið, jafnvel hjá hörðustu framsóknarmönnum, og margir þeirra hafi ekki viljað greiða þennan skatt. "Það er eitthvað sem ég þekki ekki," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. "Ég held að þetta hafi aðallega tíðkast í sveitarstjórnum og launuðum nefndum sem menn voru skipaðir í á vegum flokksins. Ég held að þannig sé þetta t.d. í Garðabæ en ég hef aldrei heyrt að menn hafi látið tíund renna til flokksins af launuðum störfum sínum. Ég er mjög undrandi að heyra það því að flokkurinn skipar að sjálfsögðu ekki í slíkar stöður." Steingrímur hefur aldrei látið tíund renna af sínum launum til flokksins, hvorki sem seðlabankastjóri né ráðherra, og hann man ekki til þess að hafa verið í launuðu nefndastarfi fyrir flokkinn síðustu áratugina. Hvað þá að þessi spurning hafi komið upp. Hann segist hins vegar alltaf hafa keypt happdrættismiða hjá flokknum. "Ég tel ekki rétt að skylda mann sem hefur menntun og fær starf, t.d. í kennslu eða skólastjórn, til að borga í flokkssjóð. Ég tel mjög óeðlilegt að hann borgi reglulega af launum sínum til flokksins nema náttúrulega að hann geri það af fúsum og frjálsum vilja," segir hann. Framsóknarflokkurinn:Gefur ekki upplýsingar "Framsóknarflokkurinn safnar fé til flokksstarfsins á meðal einstaklinga og fyrirtækja. Flokkurinn gefur hins vegar ekki upp hverjir styrkja hann, né upphæðir einstakra framlaga. Þess má jafnframt geta að hvorki þingmenn né ráðherrar flokksins hafa þær upplýsingar heldur, aðeins fjáröflunarnefnd flokksins og framkvæmdastjóri. Upplýsingar um greiðslur einstakra tegunda fyrirtækja svo sem olíufélaga eru heldur ekki gefnar upp eða heildargreiðslur fyrirtækja til flokksins." Þannig hljómar svar Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, við fyrirspurn Fréttablaðsins um styrki olíufélaganna til flokksins síðustu tíu ár. Sigurður Geirdal:Borgar þegar illa stendur á Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, greiðir árgjald til Framsóknarflokksfélagsins í Kópavogi og grípur svo stöku reikninga og greiðir úr eigin vasa þegar illa stendur á hjá flokknum. Bæjarfulltrúar og fulltrúar flokksins í nefndum hafa aldrei greitt ákveðinn hlurta af launum sínum til flokksins. Sigurður segir að það hafi komið til umræðu en aldrei til framkvæmda. "Félagsmenn borga árgjald og það eru ekki stórir peningar. Það er helst fyrir kosningar að félagsmönnum er skrifað og þeir beðnir um að leggja í kosningasjóð," segir Sigurður. "Þegar kemur að kosningum er auglýst að öll framlög séu vel þegin og við fáum styrk frá óteljandi aðilum. Við gefum líka út blað og menn eru þá sprækari að auglýsa þannig að blaðið er gefið út með hagnaði. En hjá smáfuglunum gerir margt smátt eitt stórt. Við björgum okkur á því." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Unnur Stefánsdóttir, gjaldkeri Framsóknarflokksins áranna 1992 til 2000, setti sig í samband við alla framsóknarmenn sem beint eða óbeint voru í starfi á vegum flokksins og óskaði eftir því að þeir greiddu ákveðna upphæð mánaðarlega. Venjulega var miðað við 5.000 krónur á mánuði en greiðslurnar gátu farið allt niður í 400 krónur, sérstaklega ef um stöður með lægri launum var að ræða. Þetta var gert með samþykki og í samstarfi við formanninn Halldór Ásgrímsson. Unnur segir að innheimtan hafi verið erfið, jafnvel hjá hörðustu framsóknarmönnum, og margir þeirra hafi ekki viljað greiða þennan skatt. "Það er eitthvað sem ég þekki ekki," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. "Ég held að þetta hafi aðallega tíðkast í sveitarstjórnum og launuðum nefndum sem menn voru skipaðir í á vegum flokksins. Ég held að þannig sé þetta t.d. í Garðabæ en ég hef aldrei heyrt að menn hafi látið tíund renna til flokksins af launuðum störfum sínum. Ég er mjög undrandi að heyra það því að flokkurinn skipar að sjálfsögðu ekki í slíkar stöður." Steingrímur hefur aldrei látið tíund renna af sínum launum til flokksins, hvorki sem seðlabankastjóri né ráðherra, og hann man ekki til þess að hafa verið í launuðu nefndastarfi fyrir flokkinn síðustu áratugina. Hvað þá að þessi spurning hafi komið upp. Hann segist hins vegar alltaf hafa keypt happdrættismiða hjá flokknum. "Ég tel ekki rétt að skylda mann sem hefur menntun og fær starf, t.d. í kennslu eða skólastjórn, til að borga í flokkssjóð. Ég tel mjög óeðlilegt að hann borgi reglulega af launum sínum til flokksins nema náttúrulega að hann geri það af fúsum og frjálsum vilja," segir hann. Framsóknarflokkurinn:Gefur ekki upplýsingar "Framsóknarflokkurinn safnar fé til flokksstarfsins á meðal einstaklinga og fyrirtækja. Flokkurinn gefur hins vegar ekki upp hverjir styrkja hann, né upphæðir einstakra framlaga. Þess má jafnframt geta að hvorki þingmenn né ráðherrar flokksins hafa þær upplýsingar heldur, aðeins fjáröflunarnefnd flokksins og framkvæmdastjóri. Upplýsingar um greiðslur einstakra tegunda fyrirtækja svo sem olíufélaga eru heldur ekki gefnar upp eða heildargreiðslur fyrirtækja til flokksins." Þannig hljómar svar Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, við fyrirspurn Fréttablaðsins um styrki olíufélaganna til flokksins síðustu tíu ár. Sigurður Geirdal:Borgar þegar illa stendur á Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, greiðir árgjald til Framsóknarflokksfélagsins í Kópavogi og grípur svo stöku reikninga og greiðir úr eigin vasa þegar illa stendur á hjá flokknum. Bæjarfulltrúar og fulltrúar flokksins í nefndum hafa aldrei greitt ákveðinn hlurta af launum sínum til flokksins. Sigurður segir að það hafi komið til umræðu en aldrei til framkvæmda. "Félagsmenn borga árgjald og það eru ekki stórir peningar. Það er helst fyrir kosningar að félagsmönnum er skrifað og þeir beðnir um að leggja í kosningasjóð," segir Sigurður. "Þegar kemur að kosningum er auglýst að öll framlög séu vel þegin og við fáum styrk frá óteljandi aðilum. Við gefum líka út blað og menn eru þá sprækari að auglýsa þannig að blaðið er gefið út með hagnaði. En hjá smáfuglunum gerir margt smátt eitt stórt. Við björgum okkur á því."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira