Kaldaljós kom sá og sigraði 14. nóvember 2004 00:01 Kvikmyndin Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson krækti í fimm verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var á Hótel Nordica. Kaldaljós var valin mynd ársins, Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn og Kristbjörg Kjeld besta leikkonan í aukahlutverki. Hilmar Oddsson fékk einnig verðlaun fyrir leikstjórn Kaldaljóss og Sigurður Sverrir Pálsson fyrir besta hljóð og mynd. Þátturinn Sjálfstætt fólk sem sýndur er á Stöð 2, í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar og Steingríms Þórðarsonar, var valinn besti sjónvarpsþátturinn og Spaugstofan þótti besti skemmtiþátturinn í sjónvarpi. Sjónvarpsmaður ársins var einnig valinn í gær eftir langar og strangar kosningar. Almenningur gat valið úr hópi 38 sjónvarpsmanna á Vísi og í könnun sem Gallup gerði. Fimm sjónvarpsmenn stóðu upp úr eftir það; Auðunn Blöndal, Edda Andrésdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Ómar Ragnarsson og Sverrir Þór Sverrisson, og kusu sjónvarpsáhorfendur um hvert þeirra skyldi hreppa titilinn eftirsótta með SMS-kosningu. Það var síðan Ómar Ragnarsson sem stóð uppi sem sigurvegari.Páll Steingrímsson fékk heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar "fyrir langan og farsælan feril á sviði heimildarmynda, með sérstaka áherslu á náttúru og umhverfi," eins og segir í ummælum dómnefndar. Hátíðin var sem fyrr segir haldin á Hótel Nordica og voru Kristján Kristjánsson sjónvarpsmaður og Helga Braga Jónsdóttir leikkona kynnar. Sjónvarps- og kvikmyndagerðarfólk flykktist á hátíðina og skemmti sér vel fram eftir kvöldi. Verðlaunahafar Eddunnar 2004 eru:Heimildarmynd ársinsLeikari/leikkona ársins í aðalhlutverkiSkemmtiþáttur ársinsBlindsker eftir Ólaf JóhannessonIngvar E. Sigurðsson fyrir KaldaljósSpaugstofan - RÚVSjónvarpsþáttur ársins Leikari/leikkona ársins í aukahlutverkiHljóð og myndSjálfstætt fólk - Stöð 2Kristbjörg Kjeld fyrir KaldaljósSigurður Sverrir Pálsson fyrir KaldaljósÚtlit myndarHandrit ársinsLeikstjóri ársinsHelga Rós Hannam fyrir SvínasúpunaHuldar Breiðfjörð fyrir NæslandHilmar Oddsson fyrir KaldaljósBíómynd ársinsStuttmynd ársinsLeikið sjónvarpsefni ársinsKaldaljós eftir Hilmar OddssonSíðasti bærinn eftir Rúnar RúnarssonNjálssaga eftir Björn Brynjúlf BjörnssonTónlistarmyndband ársinsHeiðursverðlaunVinsælasti sjónvarpsmaður ársinsStop in the name of loveBang Gang. Leikstjóri Ragnar BragasonPáll SteingrímssonÓmar RagnarssonFrá EDDU-hátíðinni á Nordica HótelMYND/HariÓmar Ragnarsson, sjónvarpsmaður ársins 2004MYND/E.Ól.Þrír þeirrasem kepptu um titilinnMYND/HariHluti Spaugstofumanna ásamt Þorvaldi Bjarna. Spaugstofan var valin skemmtiþáttur ársins í sjónvarpiMYND/HariVerðlaun afhent fyrir stuttmynd ársinsMYND/Hari Eddan Menning Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson krækti í fimm verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var á Hótel Nordica. Kaldaljós var valin mynd ársins, Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn og Kristbjörg Kjeld besta leikkonan í aukahlutverki. Hilmar Oddsson fékk einnig verðlaun fyrir leikstjórn Kaldaljóss og Sigurður Sverrir Pálsson fyrir besta hljóð og mynd. Þátturinn Sjálfstætt fólk sem sýndur er á Stöð 2, í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar og Steingríms Þórðarsonar, var valinn besti sjónvarpsþátturinn og Spaugstofan þótti besti skemmtiþátturinn í sjónvarpi. Sjónvarpsmaður ársins var einnig valinn í gær eftir langar og strangar kosningar. Almenningur gat valið úr hópi 38 sjónvarpsmanna á Vísi og í könnun sem Gallup gerði. Fimm sjónvarpsmenn stóðu upp úr eftir það; Auðunn Blöndal, Edda Andrésdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Ómar Ragnarsson og Sverrir Þór Sverrisson, og kusu sjónvarpsáhorfendur um hvert þeirra skyldi hreppa titilinn eftirsótta með SMS-kosningu. Það var síðan Ómar Ragnarsson sem stóð uppi sem sigurvegari.Páll Steingrímsson fékk heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar "fyrir langan og farsælan feril á sviði heimildarmynda, með sérstaka áherslu á náttúru og umhverfi," eins og segir í ummælum dómnefndar. Hátíðin var sem fyrr segir haldin á Hótel Nordica og voru Kristján Kristjánsson sjónvarpsmaður og Helga Braga Jónsdóttir leikkona kynnar. Sjónvarps- og kvikmyndagerðarfólk flykktist á hátíðina og skemmti sér vel fram eftir kvöldi. Verðlaunahafar Eddunnar 2004 eru:Heimildarmynd ársinsLeikari/leikkona ársins í aðalhlutverkiSkemmtiþáttur ársinsBlindsker eftir Ólaf JóhannessonIngvar E. Sigurðsson fyrir KaldaljósSpaugstofan - RÚVSjónvarpsþáttur ársins Leikari/leikkona ársins í aukahlutverkiHljóð og myndSjálfstætt fólk - Stöð 2Kristbjörg Kjeld fyrir KaldaljósSigurður Sverrir Pálsson fyrir KaldaljósÚtlit myndarHandrit ársinsLeikstjóri ársinsHelga Rós Hannam fyrir SvínasúpunaHuldar Breiðfjörð fyrir NæslandHilmar Oddsson fyrir KaldaljósBíómynd ársinsStuttmynd ársinsLeikið sjónvarpsefni ársinsKaldaljós eftir Hilmar OddssonSíðasti bærinn eftir Rúnar RúnarssonNjálssaga eftir Björn Brynjúlf BjörnssonTónlistarmyndband ársinsHeiðursverðlaunVinsælasti sjónvarpsmaður ársinsStop in the name of loveBang Gang. Leikstjóri Ragnar BragasonPáll SteingrímssonÓmar RagnarssonFrá EDDU-hátíðinni á Nordica HótelMYND/HariÓmar Ragnarsson, sjónvarpsmaður ársins 2004MYND/E.Ól.Þrír þeirrasem kepptu um titilinnMYND/HariHluti Spaugstofumanna ásamt Þorvaldi Bjarna. Spaugstofan var valin skemmtiþáttur ársins í sjónvarpiMYND/HariVerðlaun afhent fyrir stuttmynd ársinsMYND/Hari
Eddan Menning Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein