Dræmt hljóðið í gærkvöldi 15. nóvember 2004 00:01 "Það er auðvelt fyrir sveitarfélögin að ganga að þessu ef þau hafa áhuga á að koma skólunum í gang á vitrænan hátt," sagði Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, síðdegis í gær og taldi æskilegt að gerðardómur liti á miðlunartillöguna sem gólf fyrir frekari hækkanir. "Fólk hefur verið dæmt í nauðungarvinnu. Það er búið að dæma það inn í skólana á kjörum sem það var búið að hafna. Gerðardómur sem væri undir þessari miðlunartillögu eða jafn henni væri úrskurður gegn vilja nærri því allra kennara. Þetta er neyðarástand. Við viljum bara kanna hvort þeir eru tilbúnir að gera eitthvað til að lágmarka þennan skaða og koma skólunum í gang að einhverju leyti," sagði Eiríkur og taldi engan hvata fyrir sveitarfélögin að semja núna. "Ég geri mér hins vegar vonir um að einhver sveitarstjórn hafi þann kjark að ganga fram fyrir skjöldu og semja beint um kjör í sínu sveitarfélagi þannig að skólastarf geti hafist einhvers staðar í eðlilegri mynd." Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, reyndi að vera bjartsýnn en taldi ólíklegt að samningar tækjust í gærkvöld. Það væri meiri von á þeirri viku sem væri til stefnu. "Þróunin er að sumu leyti úr okkar höndum en okkur ber að halda áfram. Lögin gefa okkur frest til að reyna til þrautar. Þær forsendur sem Alþingi hefur gefið gerðardómi hljóta að vera leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem við þurfum nú að takast á við. Vísbendingar eru um að taka mið af kjörum annarra sambærilegra starfshópa. Við eigum einnig að taka tillit til almennrar launaþróunar og auðvitað ber okkur að gæta að hinum efnahagslega veruleika, að varðveita stöðugleikann. Þetta kemur fram í þeim forsendum sem gerðardómi er ætlað að starfa eftir. Við hljótum að taka mið af því í okkar störfum," sagði Gunnar Rafn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
"Það er auðvelt fyrir sveitarfélögin að ganga að þessu ef þau hafa áhuga á að koma skólunum í gang á vitrænan hátt," sagði Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, síðdegis í gær og taldi æskilegt að gerðardómur liti á miðlunartillöguna sem gólf fyrir frekari hækkanir. "Fólk hefur verið dæmt í nauðungarvinnu. Það er búið að dæma það inn í skólana á kjörum sem það var búið að hafna. Gerðardómur sem væri undir þessari miðlunartillögu eða jafn henni væri úrskurður gegn vilja nærri því allra kennara. Þetta er neyðarástand. Við viljum bara kanna hvort þeir eru tilbúnir að gera eitthvað til að lágmarka þennan skaða og koma skólunum í gang að einhverju leyti," sagði Eiríkur og taldi engan hvata fyrir sveitarfélögin að semja núna. "Ég geri mér hins vegar vonir um að einhver sveitarstjórn hafi þann kjark að ganga fram fyrir skjöldu og semja beint um kjör í sínu sveitarfélagi þannig að skólastarf geti hafist einhvers staðar í eðlilegri mynd." Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, reyndi að vera bjartsýnn en taldi ólíklegt að samningar tækjust í gærkvöld. Það væri meiri von á þeirri viku sem væri til stefnu. "Þróunin er að sumu leyti úr okkar höndum en okkur ber að halda áfram. Lögin gefa okkur frest til að reyna til þrautar. Þær forsendur sem Alþingi hefur gefið gerðardómi hljóta að vera leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem við þurfum nú að takast á við. Vísbendingar eru um að taka mið af kjörum annarra sambærilegra starfshópa. Við eigum einnig að taka tillit til almennrar launaþróunar og auðvitað ber okkur að gæta að hinum efnahagslega veruleika, að varðveita stöðugleikann. Þetta kemur fram í þeim forsendum sem gerðardómi er ætlað að starfa eftir. Við hljótum að taka mið af því í okkar störfum," sagði Gunnar Rafn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira