Viðræður í skugga afsagnar 15. nóvember 2004 00:01 Óvíst er hvaða áhrif afsögn Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur á viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Búist er við að afsögn Powells taki ekki gildi fyrr en á næsta ári. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að vissulega sé afsögn hans á þessu augnabliki "óþægileg" en þó breyti miklu að Powell sitji áfram þar til eftirmaður hans hefði verið ákveðinn:"Ég á von á því að hver sem gegnir þessu embætti fari eftir þeirri línu sem forseti Bandaríkjanna hefur lagt í málinu. " Fundinum í dag var frestað um fjóra og hálfan tíma, en ekki er vitað hvort sú frestun er í tengslum við afsögnina. Halldór Ásgrímsson segist aldrei hafa átt von á því að fundurinn í Washington í dag skili ákveðinni niðurstöðu. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrslu ráðherrans á Alþingi að fundurinn miðaði að því að koma viðræðum í fastan farveg og eyða óvissu sem uppi hefur verið um framtíð varnarliðsins. "Lögð er rík áhersla á að hér á landi þurfi að vera varnarviðbúnaður eins og í öllum okkar bandalags- og nágrannaríkjum." Davíð nefndi ekki loftvarnir sérstaklega en Halldór Ásgrímsson segir að markmið Íslands sé óbreytt: "Ég vonast til að hér verði áfram loftvarnir, það er ekkert millistig í því. Það eru lágmarksvarnir að hafa herþotur hér og það nægir ekki að þær séu annars staðar. Um þetta snýst málið." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar bendir á að bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi notið persónulegra kynna við Powell og úr sumum hlutum hafi verið greitt í símtölum þeirra á milli: "Powell hefur verið okkur Íslendingum hagstæðari en margir til dæmis í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Það er svo ljóst að hann mun ekki taka neinar ákvarðanir í þessu máli sem einhverju máli skipta sem binda hendur eftirmanns hans. " Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Óvíst er hvaða áhrif afsögn Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur á viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Búist er við að afsögn Powells taki ekki gildi fyrr en á næsta ári. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að vissulega sé afsögn hans á þessu augnabliki "óþægileg" en þó breyti miklu að Powell sitji áfram þar til eftirmaður hans hefði verið ákveðinn:"Ég á von á því að hver sem gegnir þessu embætti fari eftir þeirri línu sem forseti Bandaríkjanna hefur lagt í málinu. " Fundinum í dag var frestað um fjóra og hálfan tíma, en ekki er vitað hvort sú frestun er í tengslum við afsögnina. Halldór Ásgrímsson segist aldrei hafa átt von á því að fundurinn í Washington í dag skili ákveðinni niðurstöðu. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrslu ráðherrans á Alþingi að fundurinn miðaði að því að koma viðræðum í fastan farveg og eyða óvissu sem uppi hefur verið um framtíð varnarliðsins. "Lögð er rík áhersla á að hér á landi þurfi að vera varnarviðbúnaður eins og í öllum okkar bandalags- og nágrannaríkjum." Davíð nefndi ekki loftvarnir sérstaklega en Halldór Ásgrímsson segir að markmið Íslands sé óbreytt: "Ég vonast til að hér verði áfram loftvarnir, það er ekkert millistig í því. Það eru lágmarksvarnir að hafa herþotur hér og það nægir ekki að þær séu annars staðar. Um þetta snýst málið." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar bendir á að bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi notið persónulegra kynna við Powell og úr sumum hlutum hafi verið greitt í símtölum þeirra á milli: "Powell hefur verið okkur Íslendingum hagstæðari en margir til dæmis í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Það er svo ljóst að hann mun ekki taka neinar ákvarðanir í þessu máli sem einhverju máli skipta sem binda hendur eftirmanns hans. "
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira