Bardagar breiðast út 15. nóvember 2004 00:01 Bandarískar herþotur vörpuðu sprengjum á vígamenn í Baquba og Falluja í gær þar sem harðir bardagar geisuðu milli vígamanna annars vegar og bandarískra og íraskra hermanna hins vegar. Tugir manna féllu í bardögum sem hafa breiðst út um Írak í kjölfar árásarinnar á vígamenn í Falluja. Sjö hermenn og 30 vígamenn féllu í bardögum í Mosul. Vígamenn drógu særðan lögreglumann úr rúmi hans í sjúkrahúsi í borginni, myrtu hann og hengdu lík hans upp öðrum til viðvörunar. Níu hið minnsta létust í bardögum í Baquba, flestir þeirra óbreyttir borgarar en einnig einn lögreglumaður og einn vígamaður. Bardagar hafa breiðst út undanfarna daga, einkum í borgunum Baiji, Mosul, Ramadi og Samarra þar sem súnnímúslimar eru í meirihluta en einnig í Baquba þar sem álíka margir súnnímúslimar og sjíamúslimar búa. Bandarísk og írösk yfirvöld segja bardaga í Falluja á lokastigi, aðeins eigi eftir að uppræta síðustu leifar vígamanna. Birgðalest Rauða hálfmánans, hlaðinni hjálpargögnum, var snúið frá Falluja þar sem ástandið í borginni þótti of hættulegt til að leggja líf hjálparstarfsmanna í hættu. "Ég get ekki fórnað lífi sjálfboðaliðanna. Það er mjög hættulegt að fara inn í Falluja núna og okkur þótti betra að fara ekki inn í borgina," sagði Ismail al-Haqi, yfirmaður íraska Rauða hálfmánans. Rauða hálfmánanum hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til íbúa Falluja þá rúmu viku sem bardagar í borginni hafa staðið yfir. Bandarískar og íraskar hersveitir hafa snúið birgðalestum við þegar þær hafa reynt að komast inn í borgina og segja hermenn sína hjálpa íbúunum. Nóg er af hjálpargögnum í sjúkrahúsi borgarinnar, einkum vegna þess að sjúklingar og sært fólk hefur ekki komist þangað. Tugþúsundir hafa flúið Falluja og hafast við í bráðabirgðabúðum við erfiðar aðstæður fyrir utan borgina. Óvissa ríkir um afdrif þeirra sem eftir urðu í borginni, margir eru sárir eftir átök undanfarinna daga. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Bandarískar herþotur vörpuðu sprengjum á vígamenn í Baquba og Falluja í gær þar sem harðir bardagar geisuðu milli vígamanna annars vegar og bandarískra og íraskra hermanna hins vegar. Tugir manna féllu í bardögum sem hafa breiðst út um Írak í kjölfar árásarinnar á vígamenn í Falluja. Sjö hermenn og 30 vígamenn féllu í bardögum í Mosul. Vígamenn drógu særðan lögreglumann úr rúmi hans í sjúkrahúsi í borginni, myrtu hann og hengdu lík hans upp öðrum til viðvörunar. Níu hið minnsta létust í bardögum í Baquba, flestir þeirra óbreyttir borgarar en einnig einn lögreglumaður og einn vígamaður. Bardagar hafa breiðst út undanfarna daga, einkum í borgunum Baiji, Mosul, Ramadi og Samarra þar sem súnnímúslimar eru í meirihluta en einnig í Baquba þar sem álíka margir súnnímúslimar og sjíamúslimar búa. Bandarísk og írösk yfirvöld segja bardaga í Falluja á lokastigi, aðeins eigi eftir að uppræta síðustu leifar vígamanna. Birgðalest Rauða hálfmánans, hlaðinni hjálpargögnum, var snúið frá Falluja þar sem ástandið í borginni þótti of hættulegt til að leggja líf hjálparstarfsmanna í hættu. "Ég get ekki fórnað lífi sjálfboðaliðanna. Það er mjög hættulegt að fara inn í Falluja núna og okkur þótti betra að fara ekki inn í borgina," sagði Ismail al-Haqi, yfirmaður íraska Rauða hálfmánans. Rauða hálfmánanum hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til íbúa Falluja þá rúmu viku sem bardagar í borginni hafa staðið yfir. Bandarískar og íraskar hersveitir hafa snúið birgðalestum við þegar þær hafa reynt að komast inn í borgina og segja hermenn sína hjálpa íbúunum. Nóg er af hjálpargögnum í sjúkrahúsi borgarinnar, einkum vegna þess að sjúklingar og sært fólk hefur ekki komist þangað. Tugþúsundir hafa flúið Falluja og hafast við í bráðabirgðabúðum við erfiðar aðstæður fyrir utan borgina. Óvissa ríkir um afdrif þeirra sem eftir urðu í borginni, margir eru sárir eftir átök undanfarinna daga.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira